Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 20
alla. Skoða má atburðinn í porti Miðbæjar-
skólans sem slíkan margfaldan punkt. í
einni andrá tvinnast saman fjarlæg tímasvið
sögunnar í vitund Önnu þannig að hún upp-
lifir þau sem eina órjúfanlega heild. Sá
skilningur á tímanum sem hér birtist er
huglægur og byggir algerlega á þeim innri
tíma sem tifar í huga aðalpersónunnar. Séð
með augum Genettes þýddi það að í einum
punkti frásagnarinnar er þjappað saman
ólíkum tímasviðum sögunnar og þau öll
látin gerast í einni andrá. Andstætt hlut-
lægum, ytri tíma sem ræður gangi þjóð-
félagsins umhverfis er stillt upp huglægum
tíma sem Anna mælir með líf sitt. Þar felur
augnablikið í sér allt sem gerst hefur og á
eftir að gerast.
Hvað er tíminn?
Þessar vangaveltur um tímann og þýðingu
hans fyrir skilning okkar á heiminum ættu
að vera lesendum Gunnlaðar sögu vel
kunnar. Líkt og í „Endurkomu“ stillir Svava
upp andstæðu línulegs tíma og hringlaga en
munurinn á þessum tveimur verkum er
einkum sá að goðsöguleg vídd tímans er
uppistöðuþáttur í Gunnlaðar sögu en fyrir-
finnst ekki í „Endurkomu". Því er látið
ósvarað í lok „Endurkomu“ hvort sá hug-
lægi tími sem Anna upplifir sé einskonar
önnur vídd eða ekki. Goðsögulegur tími er
tími hinnar eilífu endurtekningar og á viss-
an hátt má segja að huglægur tími Önnu sé
af þeim toga en ýmislegt mælir þó gegn því.
Áherslan á hið goðsögulega í Gunnlaðar
sögu byggist einkum á því að þar er skapað
forsögulegt samfélag sem byggir trúar-
brögð sín og söguskilning á eilífri endur-
tekningu. Samhliða þessu er um að ræða
einstaklingsbundna upplifun persónanna á
hringferlum tímans og sú reynsla kallast á
við reynslu Önnu í „Endurkomu“. Reynsla
Dísar og móðurinnar í Gunnlaðar sögu telst
þá fyrst goðsöguleg þegar hún tengist hinu
goðsögulega samfélagi en það gerir reynsla
Önnu aldrei. Huglægi tíminn er fyrst og
fremst huglægur af því að hann er bundinn
við skynjun Önnu einnar.
í þessu sambandi vaknar óhjákvæmilega
sú spuming hvort það skipti máli að Anna
er kona. Hvort sá tímaskilningur sem birtist
í textanum mótast af kynferði hennar. I
grein sem Dagný Kristjánsdóttir hefur
skrifað um Gunnlaðar sögu (og tvær skáld-
sögur aðrar, Móðir, kona, meyja og Hring-
sól) veltir hún þessu fyrir sér og kemst að
því að svo sé.4 Athuganir sínar byggir hún
á ritgerð eftir Juliu Kristevu, „Tími kon-
unnar“. En inntak hennar er í stuttu máli á
þann veg að sjálfsvera konunnar leggi
annan skilning í tímann en gert er í vest-
rænum menningarheimi. Þessi skynjun er
byggð á líffræðilegri hrynjandi konunnar
og felur í sér nokkurs konar tímaleysi eða
nærvem alls tíma í einu andartaki líkt og
kemur fram í „Endurkomu". Telur Dagný
að þessi kvennatími móti alla formgerð
Gunnlaðar sögu því verkið byggi á hring-
formum sem „opnast og lokast á sama tíma
og byrja svo aftur á nýjum hring.“ (bls. 55)
Án efa mætti segja það sama um „Endur-
komu“. Reynsla Önnu í porti Miðbæjar-
skólans er samkvæmt forsendum Kristevu
kvenleg reynsla af tímanum sem henni
hlotnast sökum kynferðis síns. Því má hins
vegar ekki gleyma að meginandstæða tíma-
hugtaka í textanum er andstæða huglægs
tíma og hlutlægs en ekki kvenlegs og karl-
legs, eins og hér hefur komið fram. Spum-
ingin um kvenlegan tíma er athyglisverð og
ögrandi en fellur utan umræðunnar um hlut-
18
TMM 1990:3