Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 21
lægan tíma og huglægan. Persónubundin skynjun tímans er án nokkurs vafa bæði fyrir hendi hjá karlmönnum jafnt sem kven- mönnum. Það sem skiptir hér mestu er ekki kyngreining þeirrar skynjunar heldur að hún er andstæð ráðandi hugmyndum vest- rænna þjóðfélaga um tímann. Hin persónu- bundna skynjun bendir á að til er annar skilningur og önnur skilgreining á eðli tím- ans en þar er viðtekin. Undirvitund og endurtekning Tímagreiningin leiddi í ljós mikilvæga and- stæðu huglægs tíma og hlutlægs en einnig að einn ákveðinn atburður er öðrum mikil- vægari fyrir þessa andstæðu sökum þess að hann er endurtekinn. Ut frá andstæðunni má skýra hvemig endurtekningin brýtur niður hinn hlutlæga tíma og afnemur for- ræði hans. Þetta ferli birtist skýrast hjá aðal- persónunni. Huglæg skynjun hennar á tímanum brýtur í bága við viðtekna, eðlis- fræðilega skilgreiningu hans. Eins og fram kemur í grein Dagnýar gæti þetta stafað af því að Anna er kona og því betur til þess fallin en t.d. Teddi að skynja annan tíma en þann hlutlæga. Þeim lestri hættir þó til að draga úr mikilvægi þjóðfélagslegra þátta tímans. í kapítalískum þjóðfélögum Vestur- landa má túlka virka skynjun huglægs tíma sem einstaklingsbundna uppreisn, mót- mæli við það arðrán á tímanum sem þar fer fram. Anna væri því dæmi um einstakling sem finnur leið til að brjótast út úr skipulagi tímans eins og það birtist í kapítalismanum. Hún gerir það með því að leggja áherslu á sína eigin innri tímaskynjun sem ekki er háð sömu forsendum og hinn efnahagslegi tími. Enn önnur skýring á því af hverju Anna skynjar tímann á þennan hátt (og einnig hún byggir á einskonar „djúpum“ lestri sög- unnar, þ.e. lestri sem fæst við mynstur sem ekki liggja í yfirborðsgerð textans) er að endurtekningin sé ósjálfráð. Aðalpersónan stjómar samkvæmt því ekki á neinn hátt skynjun sinni á huglæga tímanum heldur er hann afleiðing þess að hún er sífellt sett í hina upphaflegu aðstöðu atburðarins sem er endurtekinn. Þessi atburður ræður með öðr- um orðum yfír henni jafnt sem textanum í heild. Hlutverk allra viðburða hans jafnt sem andstæðna er að benda á þennan eina atburð sem stöðugt glittir í gegn um glopp- umar í yfirborði hans. Aður en farið verður nánar út í afleiðingar þessa er ráðlegt að benda á aðra andstæðu í textanum sem öfugt við andstæðu huglægs tíma og hlutlægs liggur á yfirborði hans. Þetta er andstæða ræktunar og óræktar sem aftur er spegluð í andstæðu steins og gróð- urs; atriða sem hvað eftir annað koma fyrir í táknmáli textans. Sem dæmi má líta á atburðinn á skólalóðinni í Ameríku sem þegar var vitnað til (117) og einnig and- stæðu vel ræktaðrar framhliðar húss Önnu og Tedda og óræktaðs bakgarðsins: „Hún reyndi svo sem að halda í horfinu hér fram- an við húsið. Öðm máli gegndi um bak- garðinn. Þar hafði hún alveg gefist upp.“ (119) Þessi andstæða er endurtekin í gegn um allan textann. Allt frá fyrsta endurliti til vorsins 1945 (116-117) til endumpplifunar Önnu í skólaportinu (126). Þannig er um að ræða andstæðu hrauns og mosa (117), rækt- unar og óræktar (119) og loks malbiks og gróðurs (123). Hlutverk andstæðunnar í formgerð sögunnar verður hins vegar ekki að fullu ljóst fyrr en það er tengt útlegðinni og andstæðu hennar, heimkomunni. Þannig TMM 1990:3 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.