Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 27
skipt miklu hvar menn vörpuðu skugga sín- um: Til dæmis lá dauðarefsing við því hjá þjóðflokki einum í Nýju-Gíneu að stíga á skugga konungsins. Ennfremur hefur Rank það eftir sagnasafnaranum mikla, Frazer, þeim er samdi bókina The Golden Bough, að margir þjóðflokkar hafi gætt þess vand- lega að varpa ekki skugga á nýtekna gröf eða látinn mann. Meðal Fom-Grikkja var sú trú að framliðnir væm á ferli sem skuggavemr í undirheimum, ríki Hadesar, og féll aldrei dagsbirta þar inn. Hjá Grikkj- um er því Psyke, sálin, frá upphafí tengd skugganum. Skugginn sem líkamning sálarinnar er al- gengt minni í þjóðtrú. Þegar Sæmundur skilur skugga sinn eftir í höndum kölska, er hann með vissum hætti að selja honum sál sína. Rank, sem reyndar vísar í íslensku söguna af Sæmundi í útgáfu Maurers, nefn- ir margar hliðstæðar sögur þar sem skuggi mannsins veit að öðmm heimi. í ýmsum þjóðsögum er það ömggt feigðarmerki að varpa ekki skugga. Og víst er að yfimátt- úrlegar vemr em einatt skuggalausar, hvort sem það em huldumenn, álfar eða englar (skv. Rank, bls. 61). Spegilmyndin hefur um margt líku hlut- verki að gegna í þjóðtrú og skugginn, þ.e. að vera fulltrúi sálarinnar, þess hluta mannsins sem heyrir öðmm heimi til. Flest- ir kannast við hjátrú sem tengd er speglum: Ogæfuna sem fylgir því að brjóta spegil, nauðsyn þess að breiða yfir spegla þegar einhver heimilismanna hefur látist, hættur því samfara að horfa of mikið í spegil og draugar sjást ekki í spegli. Narkissos goð- sögunnar grísku varð svo hugfanginn af spegilmynd sinni í vatnsborðinu að hann lét að lokum lífið fyrir ást sína. Allir þeir sem rannsakað hafa tvífaraminnið frá sálfræði- legu sjónarhomi hafa vitnað til goðsögunn- ar um hann. Sameiginlegt er mismunandi gerðum hennar að sjálfsástin verður Nark- issosi að aldurtila, rétt einsog tvífarinn sæk- ir í seinni tíma bókmenntum þá heim sem em sérlega sjálfhverfir. Skugginn og spegillinn em þó ekki eigin- legir tvífarar — fyrr en þeir taka að leika sjálfstætt hlutverk, hætta að apa upp fmm- myndina. Skemmtilega útfært dæmi um það má finna hjá H.C. Andersen. í ævintýri hans um skuggann segir frá lærðum ungum manni sem dvelur í Suðurlöndum, og lang- ar ósköpin öll að kynnast undurfríðri stúlku sem sýnist búa í húsi gegnt honum: Eitt kvöld sat lærði maðurinn úti á svölum sínum. Ljós logaði í herbergingu að baki hans, og var því eðlilegt, að skugga hans bæri á vegg gagnbúans; já, þar sat skuggi beint andspænis á meðal blómanna á svöl- unum, og þegar lærði maðurinn hreyfði sig, þá hreyfði skugginn sig lflca, því það gerir hann ávallt. Enn er allt með felldu, en þá kemur Iærða manninum hálfpartinn í gamni í hug að senda skugga sinn inn um svalimar hinum megin og láta hann skyggnast um: Og lærði maðurinn stóð upp, og skugginn hans á svölum gagnbúans stóð líka upp, og lærði maðurinn snéri sér við og skugginn eins. Já, hefði einhver verið til að veita þessu almennilega eftirtekt, þá hefði hann getað séð greinilega, að skugginn gekk upp hálfopnar dyr gagnbúans, alveg í sömu andránni sem lærði maðurinn gekk inn í herbergi sitt og hleypti niður gluggatjald- inu á eftir sér.4 En á þessu örlagaríka augnabliki þegar þeir félagar hverfa hvor inn um sínar dyr, verður TMM 1990:3 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.