Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 38
áður. 19. öldin er öld tvífarans, því þá er
vandi sjálfsins nýr, eða a.m.k. baðaðurnýju
ljósi, og margt skúmaskotið ókannað. Auð-
vitað getur enn farið um okkur hrollur við
að lesa sögur þessa tíma, en þær eru ekki
skrifaðar lengur með sama hætti — tími
tvífarahrollvekjunnar er liðinn. Þegar vest-
rænn lesandi rekst á nýjar tvífarasögur úr
öðrum heimshlutum, geta þær virkað á
hann einsog svolítið gamaldags sálfræði,
hvað sem kostum verkanna líður (nýlegt
dæmi er Hneykslið eftir japanska höfund-
inn Endo).
Hvers vegna er það svo? Tilraun til að
svara því yrði efni í langa grein aðra, og skal
aðeins eftirfarandi varpað fram til hugleið-
ingar. Fagurbókmenntimar á þessari öld em
orðnar jafn sjálfvitaðar og maðurinn varð á
19. öld. Tvífaraminnið getur lifað áfram í
afþreyingarbókmenntum, en þeir höfundar
sem nema ný lönd nota það ekki nema sem
tilvitnun, með írónískum hætti. Segja má að
textinn sé tvífarinn í nútímabókmenntum
— svo notað sé orðfæri nýrra fræða. Sögu-
maður verks eða mælandi ljóðs er eins kon-
ar tvífari höfundar, og lætur ekki fullkom-
lega að stjóm. Sá höfundur sem hvað best
hefur nýtt sér söguefni Hoffmanns og Poe,
notar einmitt tvífaraminnið með írónískum
hætti til að minna á þetta: Argentínumað-
urinn Jorges Luis Borges. Gott dæmi er
örsagan „Borges og ég“ sem Guðbergur
Bergsson þýddi í sagnasafninu Suðrið. Og
sagan „Hinn“, þar sem Borges í myrkri
heiðríkju elli sinnar mætir sjálfum sér ung-
um, og báðir em í draumi hins: „Ef mig
dreymir |)ig er eðlilegt að þú vitir það sem
ég veit.“ 1 Þótt tvífarinn sé oft írónísk pers-
óna í nútímaprósa, hefur hann átt sér at-
hvarf í ljóðlistinni, þar sem skáldið tekst á
við sjálft sig: „hvort er ég heldur hann, sem
eftir lifir / eða hinn, sem dó?“ (Steinn Stein-
arr).
Það em ekki bara bókmenntimar sem eru
orðnar meðvitaðar. Vestrænir hugsuðir trúa
því fæstir lengur að maðurinn geti myndað
heilsteypt sjálf. Þeim skjátlast sem segir
„ég“, segir Beckett á einum stað.22 Fyrir
bragðið eru ótal tvífarar í nútímabókmennt-
um, enda dugir einn ekki til að tjá persónu-
Hamskipti koma mjög við sögu í teiknimyndum
20. aldar. Súperman er uppburðalítill blaða-
maður í daglegu lífi en ofurmenni í frístundum;
svipað gildir um Mighty Mouse, Ofurmúla, Bat-
man og Robin og fleiri.
36
TMM 1990:3