Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 39
leikasundrungu nútímans. Þetta er auðvitað tengt því að í módernískum verkum er pers- ónusköpunin allt annars konar en í raun- sæisverkum. En þegar mörk persónanna verða óglögg, glatar tvífarinn hrollvekjandi mætti sínum. Fjölgunin ber hann ofurliði. En tvífarinn er samt ekki dauður úr öllum æðum sem sögupersóna. I nútímasögum er einna algengust sú gerð tvífaraminnis sem minnir á hugarflakkið foma, að geta verið uppi á mismunandi trmaskeiðum, eða horft til tveggja heima. Hér mætti til dæmis nefna Gunnlaðar sögu Svövu Jakobsdóttur. Tví- farinn í 20. aldar bókmenntum er einsog hugurinn í íslenskum fombókmenntum: Sendur erinda höfundar að rjúfa mörk tíma og rúms. Þó að hinn sálfræðilegi tvífari hafi þokað til hliðar um stund, getur verið að eldri gerð tvífarans, sú goðsögulega, sé að sækja í sig veðrið á ný. Sem ein birtingar- mynd vonar okkar um að eiga hlutdeild í öðmm heimi og æðri en þessum. Hinn hversdagslegi hrollur Og ástríðu mína ég uppvakta skoða í eftirhermulátum hans: ég sé minn liðna sálarvoða í svip hins fölva næturmanns. Heine: Tvífarinn. Halldór 23 Laxness þýddi. I hverju var óhugnaður tvífarans fólginn? Ofangreind dæmi sýna glöggt að tvífarinn í bókmenntum 19. aldar er önnur og sýnu ófrýnilegri vera en fylgja Islendingasagn- anna og síst af öllu vemdarvættur. Þvert á móti varð tvífaraminnið eitt vinsælasta hrollvekjubragð tímans. „Tvífarinn er orð- inn hryllingsmynd, rétt einsog guðimir urðu illir andar þegar trúarbrögðum þeirra hafði verið steypt“, skrifaði Sigmund Freud árið 1919.24 Flestum mönnum þykir eitt- hvað vænt um sjálfa sig, en af hverju skelf- ast þeir tvífara sinn? Hér skal tæpt á nokkrum svörum við þeirri spurningu. Það svar sem blasir við sýnist tengja bæði eldri og yngri gerðir tvífara: Þeir em boð- berar dauðans. Sá er feigur sem sér fylgju sína, og eins á sá maður yfirleitt skammt eftir sem sér tvífara sinn. Tvífarinn verður honum áminning um eigin endalok, og flýt- ir stundum fyrir þeim. En boðberar dauðans geta verið margvíslegir, og þau einkunn- arorð segja ekki mikið um tvífarann sem slíkan. Fikrum okkur því aðeins áfram: Sá sem hugleiðir dauða sinn öllum stundum brjálast, og tvífarinn er því ekki síður boð- beri brjálæðisins. Það er ærin fyrirhöfn að hafa stjóm á sinni röklegu sjálfsvitund, og tvífarinn vitjar þess sem ekki tekst það eins- og illgjam útsendari geðveikrahælis, en þannig lýkur einmitt Tvífara Dostójevskís. Þessari tilfinningu er jafnan best til skila haldið í þeim tvífarasögum þar sem aðal- persónan er ein um að koma auga á tvífar- ann sem slíkan, en aðrir sjá þegar best lætur skemmtileg útlitslíkindi. Smám saman lok- ast persónan inni með sinni hræðilegu upp- lifun, uns dauðinn hvolfir sínum myrka bikar yfir hana. Hvers vegna er tvífarinn fulltrúi vitfirr- ingar? Ein tilgátan er sú að hann sé áhrifa- mesta táknið um vannýtta möguleika sjálfs- ins. Annað hvort það sem við hefðum getað orðið við aðrar kringumstæður, eða þær hliðar okkar sem við viljum ekki gangast við. Það síðamefnda sáum við bæði í sög- um Stevensons og Wilde, en gott dæmi um hið fyrmefnda er útsmogin smásaga Henry James, „The Jolly Comer“ (1908). Aðal- persónan heimsækir æskustöðvar sínar eftir TMM 1990:3 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.