Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 61
Siguröur A. Magnússon Um forngríska harmleiki Hér er meðal annars fjallað um erindi grísku harmleikjanna við samtímann, skilgreiningu Aristótelesar á harmleik og hugtakið hamartía, sem þýtt hefur verið sem misferli eða tragísk veila, sem höfundur ber saman við kristna hugtakið erfðasynd. Tragedían kom fram á sama tíma og einstaklings- hyggja Forn-Grikkja, og höfundur sér hana að nokkru leyti sem andsvar við skefjalausri einstaklingshyggju. Tragedían er að sögn höfundar mark- visstjáning þess, hvernig maðurinn bregst við afdrifaríkustu vandkvæðum lífsins. Eiga leikhúsverk samin fyrir hálfu þriðja árþúsundi erindi við nútímamanninn? Um það eru vafalaust deildar meiningar, en margt virðist benda til að svo sé, til dæmis sú staðreynd að á liðnum áratug hafa ýmsir helstu leiklistarfrömuðir heimsins glímt við að koma fomgrískum tragedíum til skila.1 Meðal merkustu leiklistarviðburða áratug- arins vom fjórar uppfærslur á þríleik Eskýl- osar, Oresteiu, sem er eini varðveitti þríleikurinn frá gullöld grískrar leikritunar. Peter Stein sviðsetti níu tíma sýningu á honum í Schaubúhne í Berlín, Peter Hall setti hann upp í Þjóðleikhúsinu í Lund- únum, Karolos Koun í Listaleikhúsinu í Aþenu og Tadashi Suzuki í Skotleikhúsinu í Tókýó. Allar vöktu þessar sýningar heims- athygli á ámnum 1980-83. Jafnvel uppá íslandi var ráðist í það stórvirki að sviðsetja Oresteiu í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Það gerði Sveinn Einarsson í Þjóðleikhús- inusnemmaárs 1983. Áðurhöfðu Antígóna og Ödipús konungur eftir Sófókles verið sviðsett í Reykjavík. Frá Bandaríkjunum berast þau tíðindi, að eitt bölsýnasta og harkalegasta verk Evrípídesar, Órestes (samið í miðju Pelopsskagastríði árið 408 f.Kr. þegar allt var á hverfanda hveli í Aþenu), hafi á liðnum áratug farið sigurför um landið og verið leikið í háskólaleik- húsum víðar en nokkurt annað grískt leik- verk fyrr og síðar. Leikritið þykir túlka með undraverðum hætti aðstæður og hugsunar- hátt sem nú er ríkjandi vestanhafs. Þessi fomu verk virðast því sannarlega eiga erindi við nútímann, og er í því sam- TMM 1990:3 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.