Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 95
Miðað við þær reglur sem útgefendur hafa yfirleitt fylgt hingað til era þessi vinnubrögð vitanlega ekki „vísindaleg" fyrir fimm aura, og þar að auki eru þau í fullu ósamræmi við stefnu ýmissa ungra fræðimanna, sem gagnrýna fyrri fræðimenn harðlega fyrir það að blanda saman textum þótt það væri gjaman gert á traustari forsendum en þeirri að þeim þætti eitt fara betur en annað. En eins og málum er háttað er ástæðu- laust að vera með nokkra gagnrýni á þessu stigi — enda mætti segja að það væri helst til of auðvelt — heldur er miklu nauðsynlegra að líta betur á þessar ólíku forsendur og rýna í þau rök sem fyrir þeim era. Og er þá tvennt sem vert er að athuga: annars vegar hvaða máli það skiptir fyrir lesandann — og verkið sjálft — hvort gefinn er út samhangandi texti eða hann er klofinn niður í einstakar sögur, og svo hins vegar hvert sé gildi þeirrar gömlu meginreglu að stefna að því að komast sem næst „upp- runalegum texta". Á að skera? Um meðferðina á textanum í heild er það skemmst að segja, að öll rök hníga að því að hann sé gefinn út sem samhangandi frásögn eins og hann er í Sturlungusafninu, og er naum- ast hægt að finna nokkra réttlætingu fyrir því að reynt sé með einhverri skurðaðgerð að skipta honum í einstakar sögur sem síðan séu prent- aðar hver fyrir sig. Orðið „samsteypa" er heild- arheiti sem notað er um verk af margvíslegu tagi, eins og áður var nefnt, og hafa fræðimenn nútímans reynt að skilgreina ýmsar gerðir slíkra rita eftir vinnubrögðum höfunda: sum þeinra era einfaldlega safnrit sem einhver skrifari hefur búið til með því að afrita ýmis eldri rit nánast óbreytt hvert á eftir öðru, önnur eru gerð á þann hátt að eitthvert eldra rit er lagt til grandvallar og það aukið og endurbætt með alls kyns inn- skotum úr öðrum ritum, og enn önnur era ofin saman úr mörgum eldri textum, sem einhver skapandi „ritstjóri“ eða hreinlega rithöfundur hefur lagað, stytt, fellt saman og kannske aukið með sínum eigin athugasemdum og þannig gert að einni heild. Þessi vinnubrögð eru þó engan veginn skýrt afmörkuð heldur eru til alls kyns millistig og einnig kemur það oft fyrir að höf- undur beiti ýmsum aðferðum á víxl, eftir því hvemig efnið var búið í hendumar á honum — og líka eftir viðhorfum og hugmyndum hans sjálfs. Þetta síðasta atriði á einmitt við um Sturlunga sögu: eftir því sem næst verður komist hafa vinnubrögð höfundar samsteypunnar verið harla breytileg og væri vafalaust hægt að sjá þar dæmi um allar þessar ofantöldu aðferðir í ein- hverri mynd. Þannig er „framtextunum“ sums staðar skipað hlið við hlið en sums staðar er þeim fléttað saman misjafhlega mikið eða ein- um skotið inn í annan, stundum getur jafnvel verið að ritstjórinn hafi búið til eina samfellda frásögn úr köflum úr ólíkum ritum. Þessi breyti- legu vinnubrögð fóra að nokkru leyti eftir því hver var innbyrðis afstaða þeirra atburða, sem „framtextamir" sögðu frá, hvemig þeir tengd- ust í tíma og rúmi og hvemig háttað var tengsl- um þeirra persóna sem þar komu við sögu, en vafalaust einnig eftir viðhorfum höfundar til þeirrar „Islandssögu“ sem hann var að segja. Greinilegt er að hann skar burtu fjölmargt sem kom henni ekki beinlínis við, svo og það sem var tvísagt í „frumtextunum" — hann virðist yfirleitt hafa fylgt þeim sem hafði ítarlegustu frásögnina — en ýmsu mun hann hafa bætt við í staðinn, t.d. millivísunum og ýmsum ábend- ingum um tímatal, tengiköflum og kannske fleira. Þannig er líklegt, þótt erfitt sé að fullyrða um slíkt að svo stöddu, að hann hafí sveigt efnið að einhverju leyti undir persónulega heildarsýn. Af þessu leiðir ýmislegt, og er þá fýrst að telja, að það er með öllu óvinnandi vegur að ætla sér að skipta Sturlungusafninu niður í ein- stakar sögur. Þótt skilin kunni að vera fyllilega skýr í sumum hlutum safnsins, er mjög erfitt að benda á þau með nokkurri vissu annars staðar, og á köflum era sennilega alls engin „skil“, af því að sögur hafa þar verið bræddar saman. Það er til marks um þessa óvissu hversu mjög hug- myndir manna um samsetningu Sturlungu- TMM 1990:3 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.