Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 101
enn fremur við það sem á eftir kemur: „Þær roguðust með erfiðismunum um himininn með svarblátt myrkrið á milli sín. Þetta haustkvöld var þyngdaraflið sterkara en venjulega." Síðan lýsir höfundur nýju íbúðahverfi þar sem allt er ófrágengið og þar fatast honum illa flugið: „Handan við alla moldarbingina, upp- sláttartimbrið, steypurörin og bindijámið stóðu nýju raðhúsin eins og hvítur tanngarður“. Sem dæmi um fleiri viðlíkingar af þessum toga má nefna þegar sprungnum æðum í andliti gamla mannsins er líkt við „áttavillt fljót á landakorti“ (bls. 123), klappandi hvíslaranum í „Æfing- unni“ við „geðveikt sæljón“ (bls. 118) og un- aðslausu ástarlífi í „Icemaster“ við það að „setjast inn í sjálfvirka passamyndavél og ýta á takkann“ (bls. 155). Einstaka sinnum er mynd- málið líka klisjukennt svo sem þegar snjókomin hoppa í krampakenndum rykkjum (bls. 9) og samfömm Jón Steinssonar og Asdísar er lýst svo: „Þau breyttust í tvö tígrisdýr sem börðust grimmilega hvort fyrir lífi hins í dimmum rök- um frumskógi" (bls. 64). Tákn og minni Ýmis tákn er að fínna í bókinni. Nafn hennar er sótt í lýsingu á því hvemig kápa Auðar flaksast til í rokinu, að jarðarfor Jóns Steinssonar lok- inni (bls. 92). Reyndar er kápu Auðar einatt líkt við vængi og vísar sú lfking samkvæmt mínum skilningi til þess hvemig Auður svífur gegnum hversdagsleikann án þess að láta sviptivinda tilverunnar blása sér af braut. En vængimir em þungir og bera hinn brúna lit jarðfestunnar. í „Stjömum Cesars" teflir höfundur fram að- dráttarafli jarðarinnar gegn fegurð stjamanna sem aðeins er hægt að njóta en ekki höndla. Áður en gamli maðurinn kveður drenginn gefur hann honum stjömumar og þegar því er svo lýst í lok sögunnar að stjömumar hafi færst nær virðist mér það vísa til þeirrar þroskandi reynslu sem samtalið við gamla manninn á að vera drengnum. Ýmis minni þessara sagna em hvert öðm áþekk. í „Stjömum Cesars" og „Icemaster“ verða litlir drengir vitni af sjálfsvígum sér eldri manna án þess að gera sér ljóst hvað í raun og vem er á seyði. I „Stómm brúnum vængjum“ og „Hinu auganu" er aðalpersónan látin tjá sig með innlestri á hljóðsnældu og í „Stómm brún- um vængjum“ og „Stjömum Cesars“ em kjöt- bollur látnar tákna hinn íslenska hversdags- leika. Þannig mætti og áfram telja. Skilaboð Eitt af því sem lesandi gæti spurt sig að við lestur smásögu er Af hverju ætli höfundurinn sé að segja þessa sögu, hvað skyldi honum liggja á hjarta? Styrkur Stórra brúnna vœngja felst ekki síst í því að bestu sögumar megna að vekja þá notalegu tilhugsun að höfundurinn eigi er- indi við lesandann. Um þetta erindi vil ég ekki fjölyrða en vek athygli á því að flestar aðal- persónur sagnanna verða fyrir reynslu sem opn- ar þeim nýja sýn á lífið. Návist dauðans fær Jón Steinsson til að hugsa svo:, ,Núna er vemleikinn allt í einu orðinn dýrmætur“ (bls. 51), hinn óumflýjanlegi sjónmissir unga drengsins kennir honum „að maður þarf ekki endilega að hafa heil augu til að geta séð stórkostlega og fallega hluti“ (bls. 104) og harmleikur fortíðarinnar í „Icemaster“ sem skyndilega rifjast upp í huga sögumannsins, skilur við hann í sárri eymd. I þessu fyrsta smásagnasafni sýnir Svein- bjöm á sér sterkar og veikar hliðar. Sumar þær hugmyndir sem liggja sögum hans til gmnd- vallar eru frumlegar og smellnar en margar þó annað hvort ærið gamalkunnar eður full lang- sóttar. Öll úrvinnsla ber þó vott um smekkvísi og næmni. Sveinbjöm er vandaður höfundur og sá eiginleiki á stærstan þátt í að gera þessa bók hans margs góðs maklega. Kristján Þórður Hrafnsson TMM 1990:3 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.