Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 107
inna alda. Mér þykir ólíkt skemmtilegra að lesa vitnisburð Jóns Kolbeinssonar um morðið á Látrum árið 1746 en endursögn Þórunnar á orðum hans, auk þess sem hún beitir endur- tekningu til að vekja bókmenntalegan hroll. Þórunn segir: ,Jón sá blóð þrengja sér í gegn, frá andliti aftur á hnakka —- sá blóðdropa falla í grjótið á malarkambinum.“ (176) Lýsing Jóns er látlausari, en svipmeiri: „segist séð hafa þrjá blóðdropa hægra megin falla frá andliti til hnakka Sigríðar, sem legið hafi upp í loft, hafi þessir dropar runnið af höfðinu, undir trafinu sem höfuðið var með sveipað, ofan í grjótið.“4 Það er miklu nær að veita heimildum varfæma og hógværa athygli en að hendast um hæðir með hrópum og köllum, sem Þórunn gerir alltof oft í bók sinni. Ekki er síður leitt að aldrei skuli sýnd ein einasta setning úr afar fróðlegum og greinilega sprenghlægilegum handritum séra Snorra eða þá ritum tengdaföður hans og sonar, Sjónarspili séra Einars (298-306) og Draumabók séra Bjöms (263-64). Allt er endursögn með orðum Þómnnar, þreytandi upptalning á skringileg- heitum. Fyrir vikið felur bókin ekki í sér sam- ræður sagnfræðings og fortíðar í viðurvist lesanda, heldur er hún eintal höfundar yfir les- anda. Það gerir aðeins illt verra að stöðugt er verið að sletta dönskuskotinni íslensku frá 18. öld, svona líkt og í þykjustunni í staðinn fyrir orðréttar tilvitnanir. Slettunum er vafalítið ætl- að að gefa lit og bragð, en þær brengla frá- sögnina. Sögnin „að brúka“ gefur kannski auga leið (32,86, 113, 181 og 303), en önnur orð em torskilin þeim sem ekki em vel að sér í dönsku: „testamentera“ (35), „suspendera" (53), „yfir- bevísingar“, „burtdrífast" og „umvendast“ (61), „útverka“ og „hasta sér“ (200) og „tilfréttast" (254), svo einhver dæmi séu nefnd. Hér gleym- ist hagur lesandans og dálæti Þómnnar á orðinu „innbyggjarar“ jaðrar við að vera móðgun. Það kemur fyrir að minnsta kosti 25 sinnum í bók- inni (22, 35, 38, 40, 41, 53, 84, 92, 110, 162, 168, 200, 204, 212, 231, 232, 242, 255, 260, 264, 267, 295, 310 og síðast en ekki síst 327 tvisvar). Eðlilegri orð líkt og „innfæddir" og „landsmenn" koma örsjaldan fyrir, en „íbúar“ aldrei. Skáldskaparþrá Viðleitni Þómnnar til að fá lesandann í för með sér leiðir hana til að setja á svið atburði úr lífí Snorra og samtíðarmanna hans. Oft tekst henni mjög vel til. Dæmi um heppnuð atriði em koma Harboes til Vatnsfjarðar og Ólafs biskups Gísla- sonar í Aðalvík (166-69 og 182-84), sem og það þegar Þómnn lætur Snorra lesa bækur á borð við Vídalínspostillu (40, 44). Þá em lýs- ingar á skírn Snorra og greftmn móður hans haganlega unnar (26 og 62). Loks má nefna ágæt atriði sem Þórunn skrifar og heimildir em aðeins til um frá eldri eða yngri tíma, líkt og ferð skólapilta í Skálholt (52). Tilraunir til að gæða frásögn lífi með því að hefja atburði upp sem stórviðburði, að hætti Guðmundar Kambans í Skálholti, eru aftur á móti misheppnaðar: „Allir vita þegar biskup deyr.“ (38) „Frétt flýgur hátt þetta síðsumar sem biskup ríður vestur. Heyra má háværan orðasveim um óreglu og drykkju- skap landfógeta." (181) Aðrar senur em enn síðri og þar kemur að skáldskapargáfunni. Ekki fer á milli mála að sú gáfa er Þómnni gefin, en annar vettvangur væri heppilegri. Hún gimist „að vekja tilfinningu lesenda fyrir horfnu skeiði.“ (13) Það er göfugt og eðlilegt markmið í allri sagnfræði, en ég dreg í efa að skáldskapar- ívaf sé rétta meðalið. Sumt sleppur fyrir hom, til að mynda geðug lýsing á mögulegri ferð Snorra til Reykjavíkur og Bessastaða vorið 1723 (39—41). Skáldlegar setningar sem þar gefur að líta segja hins vegar ekki neitt: „Há- sumarsólin lýsir upp flóann þar sem skýin skyggja ekki hafflötinn. Sólin fetar drjúgan spöl á meðan Borgfirðingar sigla frá Skipaskaga að Seltjamamesi. Segl úr fíngerðum ullardúk hjálpar til og stöku sinnum sker skugginn af seglinu silfraðar öldumar.“ (39) Setningar sem geta sagt mikið í skáldskap verða hjákátlegar í sagnfræði: „Undiralda er í vitundinni og gangan slær ólgunni takt.“ (40) í sagnfræðiriti kemur TMM 1990:3 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.