Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 110
til að róa út úr samfélagi Guðs og manna. Þau storka kirkjunni og réttvísinni og leita gæfu sinnar eins og þeim sé forgengileiki lífsins full- ljós og óttist ekki dóm eftir dauðann(157) Hvað segir þetta um hugarheim fólks á 18. öld? Ekki baun í bala vegna þess að þetta eru almenn og óljós sannindi, sjálfsagðir hlutir. Ofgnótt slíkra fullyrðinga er mikill ljóður á bókinni. Innlifunin hefur jafnframt þær afleiðingar, að þegar tekið er á þjóðfélagslegum atriðum verða útskýringar yfirborðslegar og slökkva á um- hugsun. Málið er útrætt: „Ungböm deyja ffekar þegar bú em snauð.“ (228) Skírlífísbrot fá með- ferð sem Halldór Laxness gæti talist fullsæmd- ur af: „Þegar þung ástríðan heltekur mann- skepnuna hverfur samhengi tíma og skynsemi, og í nokkur andartök skiptir dauðinn og heims- ins niðurlæging og fordæming ekki máli. Eftir situr skepnan svipt fyrra öryggi með máttuga minningu, samviskuveiki og óuppgjörða synd gagnvart Guði og félagi manna, nema lag sé og syndin komist ekki upp.“ (65). Skýringar taka jafnvel á sig mynd spakmæla: „Þeir sem þjáðst hafa ómælanlega vikna mikið við að finna sam- úð“, segir um viðbrögð Islendinga við Koll- ektufénu 1785 (257). Hámarki nær þessi til- hneiging til innihaldslausra tilþrifa í hugleið- ingu um dauðann: „Snorri horfir eftir gestunum ríða burt. Þetta gæti verið síðasta messan. Loka- stundir magnast upp veiti maður þeim athygli. Flest eigum við síðustu stund í faðmi móður, horfum á hafið, borðum hangikjöt, höfum kyn- mök og slokum í okkur mjólk síðasta sinni.“ (274) Þetta er til lítils gagns í sagnfræðiritum og minnir á viðvömn franska sagnfræðingsins Jac- ques LeGoff: „Hugarfar er því alls ekkert frum- hugtak sem býr að baki mannlífinu, heldur þjóðfélagslegt og manngert fyrirbæri. Því mega sagnfræðingar aldrei gleyma “5 Það hefur Þór- unn hins vegar gert. Hún gleymir sagnfræð- ingnum í sér, yfirgefur það sem hún nefnir „land sagnfræðinnar“ (179) og verður siðapostuli og skáld. Því grundvallaratriði í vinnubrögðum sagnfræðinga að viðfangsefnið er óháð vitund þess sem skrifar er ýtt til hliðar.6 Athyglisgáfan víkur fyrir sköpunargáfunni. Sagnfræðileg um- fjöllun hverfur í reyk. Þjóðsögur og sagnfræði Þegar skáldskaparhneigð Þórunnar er höfð í huga kemur viðhorf hennar til þjóðsagna á óvart. Sjálf færir hún í stílinn, bætir við og býr til, en þjóðsögumar vill hún að segi satt. Þó hana blóðlangi til að láta þær njóta sín að fullu neitar hún sér um það: „Þjóðsögumar ýja að ævin- týralegri sögu ef maður skeytir þær frjálslega saman. En því miður hrekkur myndin sundur, því hefði Snorri þekkt Eyvind svo vel hefði Hildur þekkt hann líka. Þjóðsögumar segja frá því sem fólk vildi hafa fyrir satt.“ (234) Reynd- ar kemur fyrir að hún slær öllu upp í kæruleysi: „Burt með allar leiðinlegar efasemdir — lífið er yfirfullt af undarlegum tilviljunum — njótum frekar sögunnar.“ (234) Þegar sá gállinn er á henni tekst henni best til, líkt og í sögunni af Guðnýju dóttur Snorra og útburðinum í Selgili (248^19) og í sögum af galdrakörlum á Hom- ströndum (145—47, 173-75 og 210-12). Oftar er henni þó tortryggni efst í huga: „Sagan hlýtur að ýkja er hún segir að Snorri hafi synt með félaga sinn nær hálfri viku sjávar“ (111). „Al- mannarómi þeim er birtist í þjóðsögum sem skráðar eru löngu eftir dauða Snorra trúum við varlega.“ (148) Vandinn sem Þórunn sér sig tilneydda til að glíma við er sá hvort þjóðsögur geymi „óræð sannleikskom“ (179): „En þjóð- sagan er í ætt við drauma og tíbrá, og sagan um hurðina sveimar líkt og órar kringum áþreifan- legan heimildakjamann.“ (90) Hún er stöðugt að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að marka sögumar: „Hvað þurfti til að orðrómur um fjöl- kynngi Snorra kæmist á? ... En eitthvert tilefni hlýtur Snorri að hafa gefið til að koma sögunum af stað . . . Hafi einn eða tveir hinna þver- móðskufullu í sókninni verið kenndir við galdur og Snorri verið óragur við að beita sér gegn þeim, getur skýringin á sögum um vamargaldur hans verið fundin.“ (149) „En það gerir þjóð- sögur ekkert trúverðugri þótt þær segi frá sögu- legum persónum.“ (179) Þessar áhyggjur hefðu 108 TMM 1990:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.