Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 112
like literary fictions, such as the novel, historical works are made up of events that exist outside the consciousness of the writer. The events reported in a novel can be invented in a way that they cannot be (or are not supposed to be) in a history." Veröld mjallar og steins, veröld skugga Engill, pípuhattur og jarðarber eftir Sjón. Mál og menning 1989. 139 bls. Bækur eru hvorki pappír, pappi né prentsverta, ekki kápa né velheppnuð sjónvarpsauglýsing, ekki heldur viðtal við höfundinn í glanstímariti og enn síður bókmenntaverðlaun. Þetta — og fleira — eru umbúðir utan um eitthvað sem er allt annars eðlis, eitthvað sem er mikiu ná- komnara innra manni þess sem les eða skrifar. Getur ekki verið að bækur séu fyrst og fremst sá galdur sem á sér stað milli höfundar og lesanda þegar sá síðamefndi rýnir í tákn á blaði og smíðar sér brú yfir í hugarheim, skynheim, draumaheim höfundar? Listfengi höfundar fæl- ist þá meðal annars í því að raða táknunum saman þannig að aðgangur lesenda að þessum heimum verði sem greiðastur. Hann opnar ekki aðeins rifu sem annað auga hugarins getur gægst í gegnum heldur glugga og í gegnum þennan glugga geta ekki aðeins bæði augu okk- ar, heldur líka nefið á okkur, tunga, munnur, háls, axlir, bringa — við öll — klifrað inn í hulduheima höfundarins og fetað ókunna stigu í fylgd hans. Rithöfundar eru því landnámsmenn okkar tíma. Þeir finna ný lönd í viðureign sinni við orðin og vísa okkur leiðina þangað með verkum sínum. Auðvitað á þetta ekki við alla rithöf- unda, sennilega aðeins lítinn hluta þeirra. Flest- ir láta sér nægja að troða kunnar slóðir, bæta ef til vill einu og einu kennileiti á kortið eða breyta um nafn á öðru. I sjálfu sér er ekkert nema gott um það að segja. Allir lesendur hafa ánægju af að ríða aftur og aftur um kunnugleg héruð, ef fararskjótinn er þýður og ferðafélaginn góður. Mun færri rithöfundar hafa hug á landvinning- um í heimi skáldskaparins. Því ber okkur að leggja vel við hlustir þegar einn slíkur kveður sér hljóðs. Þessar hugleiðingar spruttu af lestri skáld- sögunnar Engill, pípuhattur og jarðarber eftir Sjón. Þó þetta sé aðeins önnur skáldsaga hans er hann þegar orðinn leikinn í þeirri list að byggja furðuheima úr orðum, lokka lesendur sína inn í hann og fjalla á nýjan hátt um hluti sem koma okkur öllum við. Sjón hefur áður gefið út nokkrar Ijóðabækur og fyrir tveimur árum kom út fyrsta skáldsaga hans, Stálnótt. Sú saga vakti athygli fyrir dirfsku í byggingu, söguefni, myndmáli, og mörgu öðru. Nýja sagan er mjög ólík hinni fyrri að hugblæ og anda. Samt ætlar höfundurinn sér ekki síður að fara ótroðnar slóðir í þessu verki en í hinu fyrra. Hin nýja saga Sjóns hefði getað heitið „Ástin og dauðinn við hafið“. Hún segir frá ungu pari, Mjöllu og Steini, sem dvelja saman í suðrænu landi við sjávarströnd. Við vitum ekkert hvaðan þau koma, hvort þau eru á leið eitthvert annað, hvað þau hafa fyrir stafni annað en að vera til, saman, við sjávarsíðuna. Sagan er sögð í nútíð; því er eins og lesandinn sé með þeim þegar þau vakna á ljúfum og kyrrlátum sumarmorgni, klæða sig, fá sér kaffi eða súkkulaði, taka sér far með strætisvagni sem flytur þau á ströndina. Þar em þau allan eftirmiðdaginn en missa af vagninum heim og verða að fá lánað bifhjól hjá dularfullum manni sem býr í kofa skammt frá baðströndinni. Á leiðinni heim missir Steinn stjóm á bifhjólinu og þau kastast af því, Steinn á veginn en Mjöll svífur áfram. Inn í þessa sögu fléttast önnur miklu dular- fyllri frásögn, sögð í þátíð og er lesandinn leidd- ur úr einni sögunni í aðra með nokkuð jöfnu millibili. Hin sagan er einnig saga af dreng sem heitir Steinn. Er það sá sami? Má vera. Þessi Steinn vaknar einnig upp. Hann vaknar ekki í húsi heldur við veg. Það er ekki hádegi heldur 110 TMM 1990:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.