Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 113
nótt og í stað Mjallar er hjá honum persóna sem kölluð er Skuggi. Hver er þessi Skuggi? Það er ógemingur að segja. Hann er krúnurakaður og gengur með pípuhatt, er „grannur með hátt enni og þunnar varir og litla höku og dökk gleraugu". Hann lítur út fyrir að vera á svipuðum aldri og Steinn. Þegar Skuggi hefur vakið Stein upp og gert að sámm hans, leggja þeir af stað í ferð um einkennilega skuggaveröld þar til þeir ganga upp stiga og út um dyr á kofa skammt ffá bað- strönd. Leyndir þræðir tengja sögumar tvær saman og raunar einnig veraldimar tvær. Einstakir hlutir hverfa úr heimi Steins og Mjallar og koma fram með óútskýranlegum hætti í heimi Skugga. Þannig grípur Skuggi blauta rúsínu úr lausu lofti, sem Steinn hafði stungið niður í gegnum ristina á eldhúsvaskinum í húsi hans og Mjallar. Á kaffihúsinu „Café de Réve“ eða „Draumakaffinu" segir Steinn Mjöllu ífá öðm kaffihúsi í lítilli borg í fjarlægu landi í norðri þar sem látin skáld ganga aftur í speglunum á veggj- unum. I næsta kafla erum við komin inn í veröld Skugga en nú era þeir Steinn og Skuggi komnir inn í gang sem er á bakvið áðumefnda spegla. Þar er einnig kaffihús og Steinn er kallaður fram í eldhús þar sem ung kona bíður hans. Það er Mjöll og hún er einnig í heimi Skugga en þar mega Steinn og Mjöll ekki vera lengi saman. Söguheimamir tveir renna saman í lok bók- arinnar. Mjöll og Steinn aka á bifhjóli eftir vegi um nótt. Þau em á leiðinni heim af ströndinni. Skuggi og Steinn aka einnig eftir vegi um nótt á reiðhjóli fyrir tvo. Brátt kemur í ljós að þetta er sami vegurinn og sama nóttin. Mjöll og Steinn fara á undan, Skuggi og Steinn á eftir. Þegar Steinn hefur misst stjóm á bifhjólinu og liggur á veginum, en Mjöll svífur áfram, koma Steinn og Skuggi að slysstaðnum. Steinn dettur af hjólinu á veginn en Skuggi reynir að ná taki á stúlkunni og grípur í skó hennar. Hún smeygir sér úr skónum, brosir og svífur áfram. Það er augljóst af því sem þegar hefúr komið fram, að Engill, pípuhattur og jarðarber er eng- in raunsæisfrásögn. Á hvomgu tilverusviðinu sem sagan fer ffam á bindur skáldið sig við það sem erraunverulegt, ekki einu sinni við það sem er sennilegt. Til dæmis prýða syngjandi jarðar- beijatré stræti bæjarins þar sem þau Mjöll og Steinn dvelja. Að leyfa hugarfluginu að hagræða vemleik- anum á þennan hátt hefur oft verið kennt við súrrealisma, enda hefur Sjón aldrei leynt því sem hann á þeirri listastefnu að þakka. Stíll bókarinnar og myndmál er öll í anda hennar en Sjón vinnur á afar persónulegan og jafnffamt áhrifaríkan hátt úr henni. Myndimar sem hann dregur upp em sumar hverjar ákaflega óhugn- anlegar. Flest dæmi um það koma fyrir í skuggaveröldinni, t.d. á bls. 130 þegar Steinn og Skuggi hitta fyrir manninn sem hafði leigt Mjöllu og Steini bifhjólið. Þessi maður hneppir frá sér jakkanum og í ljós kemur gapandi kvið- arhol. Hundur hans stekkur inn í það og tekur til við að naga á honum hrygginn. En ekki er allt tómur hryllingur í skugga- veröldinni. Sumar myndimar sem dregnar eru upp eru af allt öðmm toga, þó frumlegar séu, t.d. eftirfarandi lýsing á líðan Steins þegar hann hittir Mjöllu fyrir á kaffihúsinu handan spegils- ins: Steinn fann hláturinn vaxa inni í sér eins og bamshönd en þegar hann ætlaði að skella upp úr krepptist hún í hnefa og sat föst í barkanum svo honum lá við köfn- un. Andartak sortnaði honum fyrir aug- um. Og leið vel. (72) Sjón bregður oft á leik með tungumálið. T.d. notar hann hljóðlíkingar á einum stað til að tengja saman tvo kafla sem eiga sér stað hvor í sínum heiminum. Kafli 3 endar á því að Mjöll segir um heimilisköttinn: „Boris er læða Steinn.“ Kafli 4 hefst á orðunum „Læðast einn!“. En nú er það Skuggi sem segir þessi orð, og bætir síðan við: „Læðast tveir, læðast þrír.“ Þetta er skemmtilegur leikur sem hefur þann tilgang að tengja saman þessa tvo ólíku heima, sem verið er að lýsa í verkinu og búa lesendur TMM 1990:3 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.