Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 114
undir að þeir renni saman í bókarlok. En þetta ber einnig vott um skapandi og óhefta afstöðu til tungumálsins og er það vel því listamaðurinn þarf að vera frjáls í afstöðu sinni til efniviðar síns og á þetta ekki síður við skáldskap en aðrar listgreinar. En Sjón er ekki bara frjáls gagnvart tungu- máli og raunsæiskröfum. Einnig fléttar hann söguna saman á ákaflega fijálslegan hátt. Það merkir reyndar ekki að hann geri hvað sem er, heldur er bygging sögunnar þrauthugsuð og ætla ég að nota líkingu úr heimi stærðfræðinnar til að gera grein fyrir henni. Það mætti líkja sögu Sjóns við Möbiusborða. Hvað er Möbiusborði? ímyndið ykkur borða. Takið í hvom enda á honum og snúið 180 gráður upp á hann. Límið nú endana saman. Ef þið rennið nú fmgri eftir endilöngum fleti hans, komist þið að raun um að stundum er fingurinn á öðrum fleti, stundum á hinum. Hliðar hans renna saman í einn sam- hangandi flöt. ímyndið ykkur nú að borðinn sé rauður öðrum megin en svartur hinum megin. Þegar fingurinn strýkst yfir samskeytin skiptir flöturinn um lit. Veröld Mjallar og Steins er bláa hliðin á borð- anum, skuggaveröldin sú rauða. Höfundur leið- ir lesandann milli heimanna tveggja með áður- nefndum aðferðum, sem virka því eins og lítt sýnileg göt á borðanum. Þar sem endamir eru límdir saman mætast heimamir í lok sögunnar. Ef til vill er það skýringin á því hvers vegna ég byrjaði strax aftur að lesa bókina um leið og ég hafði lokið við hana. En hvað skyldi höfundurinn vera að fara með þessu fjölbreytta og margslungna verki? Ekki ætla ég að fara að úttala mig um hver sé merking þess þó sagan hafi merkingu fyrir mér. Ég vil ekki svipta ykkur, væntanlega lesendur, þeirri ánægju að ferðast sjálfir um heima sögunnar og ráða táknmál hennar. Ég leyfi mér þó að benda á að hún er öðmm þræði draugasaga og eins og allar hrollvekjur fjallar hún ef til vill fyrst og fremst um óttann við dauðann, þennan nagandi kvíða sem litar jafnvel mestu sælustundir, gefur sjálfri ástinni ljúfsáran keim og skapast af vit- undinni um það að öll hamingja er fallvölt og að örþunnur — götóttur — vefur skilur á milli okkar og skuggans — jafnvel á strönd, undir hlýrri sól, á ljúfu sumri. Eða ráðið öllu heldur gátuna sem Mjöll leggur fyrir Stein í 24. kafla sögunnar. Torfi Tulinius 112 TMM 1990:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.