Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 26
Nína Björk Árnadóttir Japönsk kona og kofi Úr handritinu „Heimulegar veltur og aörir vængjaslættir“ Það er varla til sá eldhúskollur í þessum bæjarhluta sem ég ekki hef setið á og talað um þetta. Um Kalla og mig. Um mig. Um hann. En nú finnst mér bara ekkert vera lengur um að tala varðandi mig og hann. Ég er búin. Búin á því. Og búin með það. Og þetta röfl mitt var áreiðanlega öllum til óánægju nema örfáum forvitnis- og illgimispúkum svona í byrjun. En það sem ég hef reynt og reynt að laga þetta. Árangurinn er bara ekki annar en þetta. Eilífar augnagotur og hálfar setningar milli hurða- skella. Til dæmis í fríinu í fyrra. Drottinn minn. Vika var það í leigusumar- húsi. Rigning og rok og þungur svefn í sjö sólarhringa. Vöknuðum annað slagið og vomm með verki um allt. Ætluðum að kela. Gáfumst alltaf upp af syfju og ætluðum að gera það á morgun. Svo var það nú líka Kata systir. Þurfti endilega að koma með þetta grill sitt. Og fylla allt af kolafýlu. Reynandi að grilla á veröndinni rennblautri og lekri. Rexandi á meðan um að þetta ætti svo að kallast verönd með yfirbyggingu. Hún hékk með grillið í tvo sólarhringa. Þá vöktum við nú meira og hlustuðum á hana tala um skilnaðinn. Mummi bara farinn. Fárveikur maðurinn frá henni fárveikri. Sótti það bráðnauð- synlegasta fyrir sig í greiðabíl. Allt víst útaf peningum. Sem vom ekki einu sinni til. Svo varð hún nú líka svona ofboðslega reið við mig. Uppúr þurru fannst mér. Og hún þeysti burt á lödunni. Hún hafði verið að tala um einhverja ígerð í Mumma og ég spurði „Hvaða ígerð?“ „Hvaða ígerð,“ æpti hún þá. „Ég sem hef talað um þessa ólæknandi 24 TMM 1991:4 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.