Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 27
ígerð við þig árum saman. Þú ert gufa. Þú ert dula.“ Æpti hún. Og þeysti svo. Ég man nú ekki annað en Kötu og Gumma farandi frá hvort öðru — hann með dót í greiðabílum — hún með dót í stórum flutningabílum. Svo byrja þau alltaf aftur saman eftir einn til tvo mánuði. En sem sagt — nóg um það að sinni. Ég vil nú gjarna koma Sillu greyinu á fastan kjöl. Hún er þó dóttir mín. Og algjör unglingur auðvitað. En núna er ég líklegast dottin í lukkupott. Fór á ráðstefnu. Þótt úttauguð væri. Kata greyið dreif mig með sér. Á þessa ráðstefnu um erfiðleika breytingatímabilsins. Japanska konan flutti fyrirlestra. Og framleiddi ljóðhljóð. Reyndar man ég ekki annað en erfiðleika breytingatímabila allt mitt líf. Fór þetta samt með Kötu. Sem betur fer. Því þar kynntist ég japönsku konunni. Og hún á duft og duftpoka sem hún veitti mér sannarlega af rausn og gæsku. Síðan hefur mér bara liðið vel. Og án þess að hafa samviskubit út af því að líða vel. En sú japanska er farin. Til að halda fyrirlestra í öðrum löndum. Og hlusta á aðra fyrirlestra. Hún gaf sig að mér eins og hún vissi allt um mig. Samt sat ég þarna bara eins og hlussa. Ég á svolítið af duftinu enn. Eða duftunum. Þau eru margskonar. Sum róa. Önnur flæma burt verki og stingi. Kalli tekur ekki eftir þessu frekar en öðru. Þó ég kæmi heim með hárið grænt og segði „Hvemig finnst þér hárið á mér?“ myndi hann bara segja „ágætt“. Eiginlega ætti ég að flytja mig til pabba. Hann yrði bara ánægður. Og ég sennilega ánægð um eilífð. Pabbi er löngu farinn. Hann dó ungur, segir fólk. Hann er í kofaræksn- inu sem hann dreymdi alltaf um meðan hann var lífs. Stórskrítinn maðurinn, sagði fólk. Talaði mikið um kofann. Á milli þess sem hann spilaði fagra tónlist og sullaði í áfengi. Birtist svo núna í draumum okkar systranna uppljómaður af sælu og segist vera kominn í kofann. Sagði mér síðast að drífa mig bara þangað til sín. Hann hefði aukarúm og tvo stóla. Og sífellt þá tónlist sem við óskuðum að heyra og svo sagði hann að það væru endalausar blóma- breiður og grænir akrar úti fyrir eins langt og maður bara vildi. Og tímaleysi. Og fagur svefn þegar maður óskaði sér þess. Og þá dreymdi mann ekkert, en eins og liði niður lygnar ár. TMM 1991:4 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.