Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 30
landráð. Allir austur-þýsku rithöfundarnir sem hann hafði gefið út vissu að hann var saklaus en samt var enginn þeirra reiðubú- inn að vitna honum í vil. Þegar ég talaði við Janka varð hann svolítið æstur á meðan hann rifjaði þetta upp. Því hefur stundum verið haldið fram að Austur-Þýskaland hafi á fyrstu árum sínum verið land rithöfunda. Það er ofurlítið sann- leikskorn í þessu því þeim rithöfundum sem komu úr útlegð frá Moskvu, Mexíkó og Bandaríkjunum var mikið hampað. Jo- hannes R. Becher — eitt frægasta skáld expressíónismans — var gerður að menn- ingarmálaráðherra, Heinrich Mann var skipaður forseti Listaakademíunnar, Anna Seghers tekin í dýrlingatölu og Bertolt Brecht fékk glæsilegt leikhús til umráða. Bókaútgáfa hlaut að standa með talsverð- um blóma í slíku landi. Og það gerði hún líka þótt ekki ættu höfundar á borð við Franz Kafka og James Joyce upp á pall- borðið hjá valdaklíku flokksins. Walter Janka varð fyrstur þýskra bókaútgefenda til að gefa út heildarsafn með verkum Thom- asar Manns. Hann gaf út bækur eftir Emest Hemingway, Lion Feuchtwanger og Hall- dór Laxness og ennfremur ritverk eftir Emst Bloch og Georg Lukács. Auk þess gaf hann út skáldsögur, ljóð og ritgerðir eftir fjöldann allan af austur-þýsk- um höfundum, þar á meðal Önnu Seghers og Johannes R. Becher. I Vestur-Þýskalandi ríkti aftur á móti tor- tryggni gagnvart rithöfundum og skáldum. Þetta var á dögum efnahagsundursins og Vestur-Þjóðverjum var illa við að vera minntir á fortíðina. Þeir áttu til að mynda erfitt með að fyrirgefa Thomasi Mann ræð- ur sem hann hafði flutt í Ameríku á stríðs- árunum gegn Þjóðverjum. Mann settist að í Sviss eftir stríð og fékk heldur kuldalegar móttökur þegar hann heimsótti Vestur- Þýskaland. Enda vom vestur-þýskir útgef- endur lengi tregir til að leggja í þá fjárhagslegu áhættu að gefa verk hans út í heild sinni. Sömu sögu er að segja af Alfred Döblin en hann fór aftur í „útlegð" eftir að hafa búið um hríð í Vestur-Þýskalandi eftir stríð og flutti aftur til Frakklands. Vestur- þýskir bókaútgefendur þorðu ekki að gefa út stafkrók eftir Heinrich Mann af ótta við að fá á sig kommúnistastimpil og þeir lögðu heldur ekki í að gefa út Mephisto eftir Klaus Mann. Bertolt Brecht var líkt við nasistann og melludólginn Horst Wessel í vestur- þýskum dagblöðum, Gúnther Grass fékk þá einkunn fyrir Blikktrommuna að hann væri klámhundur og Heinrich Böll fékk víst að heyra oftar en einu sinni að hann væri land- ráðamaður. En ekki er þar með sagt að allt hafi verið í lukkunnar velstandi í Austur-Þýskalandi. Uppreisn verkamanna í Berlín sumarið 1953 ber vitni um að svo hafi ekki verið og sömuleiðis ofsóknir gegn þeim félögum kommúnistaflokksins sem þóttu of vest- rænir í hugsun. Orðið „Kosmopolit“ heyrð- ist oft á þessum ámm og var notað sem skammaryrði. Stalín hafði raunar alltaf haft hom í síðu þeirra flokkssystkina sinna sem höfðu verið í útlegð í Bandaríkjunum eða Mexíkó á stríðsámnum. Þegar svo rúss- neska leyniþjónustan kom þeim orðrómi af stað að maður að nafni Noel Field væri amerískur njósnari var það skilið sem merki um að nú yrði látið til skarar skríða gegn „heimsborgurunum“. Noel þessi Field var Ameríkani sem hafði safnað miklu fé handa spönskum lýðveldissinnum til að berjast gegn fasistahyski Frankós og á stríðsárun- um hafði hann verið hjálparhella ótal útlaga 28 TMM 1991:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.