Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 31
frá Evrópu. Þau urðu örlög Noels Fields að hann varð að flýja land þegar Joe McCarthy hóf nomaveiðar sínar gegn vinstri sinnum í Ameríku. Hann taldi sig eiga víst hæli í Austur-Evrópu en var handtekinn skömmu eftir að hann kom þangað, sakaður um að vera lykilmaðurinn í samsæri sem heims- auðvaldið hefði skipulagt gegn sósíalism- anum. Þetta var laust upp úr 1950 og nú hófust miklar hreinsanir í Austur-Evrópu sem leiddu meðal annars til hinna skelfi- legu réttarhalda yfir Rudolf Slansky í Tékkóslóvakíu og Laszlo Rajk í Ungverja- landi. í Austur-Þýskalandi var fjöldi fólks handtekinn og ásakaður um að hafa þekkt Noel Field og vera á mála hjá auðvaldinu. Næsta hrina hófst á haustmánuðum 1956. Þetta sama ár hafði Níkíta Krútsjov haldið fræga ræðu á 20. flokksþingi rússneska kommúnistaflokksins og gerð hafði verið bylting í Ungverjalandi. Walter Ulbricht, aðalritari austur-þýska kommúnistaflokks- ins óttaðist að þessir atburðir kynnu að draga dilk á eftir sér. Hann vissi sem var að á meðal austur-þýskra menntamanna voru uppi háværar raddir sem kröfðust lýðræð- islegra umbóta og því lét hann handtaka fjölmarga ritstjóra, blaðamenn, stúdenta, prófessora og bókaforlagsmenn til að vara þessar starfsstéttir við í eitt skipti fyrir öll. Tveimur dögum eftir að Rauði herinn réðst inn í Ungverjaland hringdi Anna Seg- hers í Janka og sagðist eiga við hann áríð- andi erindi sem ekki væri hægt að ræða í síma. Þau hittust daginn eftir á veitingastað í Austur-Berlín og skáldkonan segir honum óðamála að líf Georgs Lukács sé í hættu. Hún og Johannes R. Becher séu sannfærð um að verkamenn í Ungverjalandi ætli að hengja Lukács án dóms og laga þar sem hann hafi verið ráðherra í uppreisnarstjóm Walter Janka og Georg Lukács í Berlín. Imre Nagys. Síðan spyr hún Janka hvort hann sé reiðubúinn að fara til Ungverja- lands og freista þess að bjarga Lukács yfir til Austurríkis. Janka bendir henni á að það muni taka sig margar vikur að fá vegabréfs- áritun til Ungverjalands. Hún segir honum þá að Johannes R. Becher muni sjá um þau mál og hann þurfi engar áhyggjur að hafa. Um kvöldið berast honuni þau boð frá Be- cher að hann fái vegabréfsáritun, bíl og bflstjóra og dollara eins og hann þurfi. Hann eigi að leggja af stað í býtið í fyrramálið. Morguninn eftir, þegar Janka er í þann veg- inn að leggja af stað, hringir Becher í hann og segir að Ulbricht hafi frétt af ráðabrugg- inu og vilji ekki að hann fari. Þetta átti eftir að hafa örlagaríkar afleið- ingar fyrir Janka. Hann hafði tekið þátt í umræðum um nauðsynina á virkara lýðræði í Austur-Þýskalandi og höfuðákæran gegn honum var sú að hann hefði ætlað að fara til Ungverjalands til að ná í Georg Lukács og gera hann að „andlegum leiðtoga gagn- byltingarinnar í Þýska Alþýðulýðveldinu“. TMM 1991:4 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.