Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 32
Janka fékkst ekki til að játa á sig landráð
þótt hann væri yfirheyrður 10 til 12 tíma á
dag í rúma átta mánuði. Aður en réttarhöld-
in hófust var hann látinn liggja í háfjallasól
og síðan færður í fín jakkaföt, hvíta skyrtu
og blankskó, svo helst leit út fyrir að hann
hefði skroppið á frönsku Rivíeruna enda
við því að búast af svona spilltum manni.
Hann var keyrður í brynvörðum vagni til
dómhússins svo að borgarbúum mætti
verða ljóst hvers konar náungi þetta væri. I
réttarsalnum sat stjóm listamannasamtak-
anna, að skipun Ulbrichts, yfirmenn bóka-
forlaga, prófessorar frá Humboldtháskól-
anum og stjórn rithöfundasambandsins, þar
á meðal Anna Seghers sem var mjög föl
yfirlitum. Réttarhöldin minntu Janka á nas-
istatímann. Saksóknarinn Melsheimer
öskraði fremur en talaði og endurtók í sí-
fellu að Janka væri gagnbyltingarmaður,
sósíaldemókrati, svikari og síonisti. A með-
al áhorfendanna að þessari undarlegu
skemmtun sátu ungir menn í bláum skyrt-
um á víð og dreif um salinn sem hrópuðu
húrra fyrir öskrum saksóknarans en stöpp-
uðu niður fótum og púuðu í hvert sinn sem
verjandi Jankas tók til máls þannig að ekk-
ert heyrðist í honum. Eitt orð frá Önnu
Seghers hefði nægt til að bjarga Janka og
hún hefði ekki tekið neina áhættu. Að Bert-
olt Brecht látnum var hún virtasti rithöfund-
ur Alþýðulýðveldisins, Ulbricht hefði ekki
þorað að snerta hár á höfði hennar. En hún
vissi að flokkurinn myndi bíða hnekki ef
hún segði sannleikann. Skáldið og ráðherr-
ann Johannes R. Becher lét ekki sjá sig við
réttarhöldin og bar við veikindum.
Janka var dæmdur til fimm ára fangelsis-
vistar og sendur í hið illræmda fangelsi
Bautzen skammt frá Dresden en þar hafði
hann setið áður sem fangi nasista. Einu
mótmælin sem bárust komu frá útlöndum,
frá Eriku Mann, Lion Feuchtwanger, Her-
mann Hesse og Halldóri Laxness. Bréfið
frá Laxness er á þessa leið í íslenskri þýð-
ingu minni:
Reykjavík, 19. júní 1958
Til forseta Austur-þýska Alþýðulýðveldis-
ins, hans hágöfgi Wilhelm Pieck.
Berlín, Þýskalandi
Yðar hágöfgi.
Það hryggir mig að heyra að fyrrverandi
útgefandi minn í Austur-þýska Alþýðulýð-
veldinu og eini vinur minn í Þýskalandi
öllu, Walter Janka, hafi setið í fangelsi í
Þýskalandi í meira en eitt ár af pólitískum
ástæðum. Sem útlendingi dettur mér auð-
vitað ekki í hug að skipta mér af þýskri
innanríkispólitík. Ég efast heldur ekki um
að minn góði vinur hafi verið dæmdur eftir
tilheyrandi paragröffum þótt dagblöð í
Skandinavíu hafi lýst því yfir að dómurinn
yfir honum hafi verið stórgallaður. Ég bið
yður að athuga, herra forseti, að ég fylgi
engu öðru en eigin dómgreind í mati mínu
á Walter Janka og að ég sný mér ekki til
yðar ágætis sem fulltrúi ólíkra lagabókstafa
í siðferðilegum og réttarfarslegum efnum,
heldur sem nágranni til nágranna. Þegar
öllu er á botninn hvolft erum við Norður-
landabúar og Þjóðverjar sama þjóðin, reyn-
um því að auðsýna hverjir öðrum gagn-
kvæman skilning.
Ég vil taka fram, alveg án tillits til úr-
skurðar dómstólanna, að ég kynntist Walter
Janka ekki einasta sem heiðarlegum,
grandvörum og traustum forleggjara, held-
ur líka sem hreinlyndum persónuleika og
göfugum manni. Hann var slíkur maður, að
á meðal útgefenda minna í hinum ýmsu
löndum finnst í mesta lagi einn, fyrir utan
hann, sem ég myndi skrifa bónarbréf fyrir
í því tilfelli að hann yrði fangelsaður.
30
TMM 1991:4