Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 37
amsbygging reynst allsterk kynfylgja með- al margra afkomenda hans og frændfólks. Rík er sú sagnhefð og verður naumast rengd, að Benedikt væri nokkuð ákomu- kaldur við fyrstu kynni og með afbrigðum blótsamur í daglegu tali.1 Samkvæmt þeim lýsingum á munnsöfn- uði hans hefur verið breið gjá milli daglegr- ar ræðu hans og þess tungutaks, er hann tamdi sér í rituðu máli, því að vart getur háttvísara og menningarlegra orðfæri en fundið verður í einkabréfum og greinum Benedikts. Þegar lesin eru bréf þeirra fjögurra, er um langt skeið mynduðu forysmsveit Ófeigs í Skörðum og félaga og Kaupfélags Þingey- inga, Benedikts, Jóns í Múla, Pémrs á Gaut- löndum og Sigurðar í Ystafelli, er það helst að Jón í Múla bregði fyrir sig blótsyrðum eða viðlíka sterkyrðum til áherslu rituðu máli sínu. Engar sögur fara hins vegar af því að hann kryddaði talað mál sitt þvílíku skrauti, en hann þótti töfrum slungnastur ræðusnillingur þeirra félaga. Til er gamansöm sögn um það að Bene- dikt gæfi svohljóðandi skýringu á blótsemi sinni: „Æ, þetta er helvítis, andskotans, bölvaður bamsvani." Snemma kynna þeirra Þorsteins Erlings- sonar gaf Benedikt honum eftirfarandi sjálfslýsingu á sér í bréfi 18. jan. 1898: Þú spurðir mig um mig. Það er ósköp lítið af mér að segja, og Jóhannes frá Hólum segir þér satt um mig ef hann vill. Eg er nú 51 [svo] árs 28. þ.m., hefi sjaldan farið út fyrir takmörk Þingeyjarsýslu og er heim- alningur í orðsins fyllstu merkingu. Giftist 26 ára eftir 10 ára tilhugalíf. Fór að hokra á hjáleigukoti skammt frá túni föður míns vorið 1874, og þar hokra ég enn við lítið bú og fremur lítil efni. Hef ekki getað byggt annað en góð herbergi handa mér og krökk- unum. Eg á 5 dætur; tvær eru giftar bænda- konur hér í sveitinni og eiga 6 börn lagleg, þrjár eru heima 14, 16 og 18 ára. Hverri frístund hef ég varið til að lesa og taka þátt í félagslífi, líklega hefir enginn hjáleigu- kotungi tekið meiri þátt í félagsmálum. Eg hef verið hreppstjóri síðan 1878, stundum íhreppsnefnd líka, í sýslunefn[d] í 12 árog í stjóm kaupfélagsins síðan það var til og haft mestar skriftir þess og reikninga. Aldrei hefi ég verið einn dag á nokkurri menntastofnun, aðeins notið heimilis- kennslu eins og hún var um 1860. Nú er ég orðinn sköllóttur, en flestir halda þó að ég sé yngri en ég er, því alltaf er einhver ung- lingsbragur á mér þrátt fyrir veika heilsu. Eg er stórorður og blótsamur og svo opin- skár að sumum blöskrar. Allir mínir bestu vinir eru yngri en ég, ég er jafnvel guðfaðir 2 sumra þeirra, t.d. Steingríms sýslumanns. Alltaf er einhver unglingsbragur á mér, segir Benedikt og tjáir þar kjarnlægan þátt í eigin fari. Hvað sem liðið hefur útliti hans, er á ævina leið, varðveitti hann til síðustu stundar það ungs manns aðal að geta hrifist bæði til meðhalds og mótspyrnu. Það fer varla fjarri sanni að telja að á bemskuárum Benedikts hafi grundvallar lífsviðhorf þorra fólks á Islandi mótast af lútherskum rétttrúnaði. Þegar kom fram yf- ir miðja öldina tóku þó að koma spmngur í hið lútherska hellubjarg í Þingeyjarsýslu. Munaði þar miklu um áhrif Einars As- mundssonar í Nesi sem barðist ötullega fyr- ir frelsi og umburðarlyndi í trúarefnum og sýndi í senn skilning á viðhorfum kaþólskra manna og kenningum Magnúsar Eiríksson- ar, er voru fyrstu sprotar nýrrar og frjáls- lyndari guðfræði. Tvisvar sinnum, 1863 og ’65, gekkst Einar fyrir því að sendar voru bænarskrár úr Þingeyjarsýslu til Alþingis TMM 1991:4 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.