Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 50
Og ekki skil ég þá menn, sem ekki þjást af
andlegu hungri ef þeir hafa enga andlega
næringu aðra en þá sem okkar bókmenntir
hafa að bjóða. En slíks hungurs gætir furðu
lítið. Andlegu þarfirnar eru furðu litlar.
Okkar andlegi heimur og himinn er svo
lítill, litlu stærri en asklok. — Satt er það að
vísu, að utan við asklok okkarmeðal þeirra,
er við köllum stórþjóðir, en eru þó svo litlar
og vesælar og vanmáttkar að svala sálun-
um, gætir hungursins og þorstans enn meira
en hjá okkur, en þareru líka kröfurnar meiri
og stefna hærra. Mannsandinn er staddur á
eyðimörk, allar brýr eru brotnar að baki, en
fram undan mistur og „fata morgana“. —
„Lítið sjá’m aftur, en ekki fram, skyggir
skuld fyrir sjón.“ Hin mikla skuld frá 1914—
18. Andlegu verðgildin em „fallin" ekki
minna en krónan, markið og frankinn. Hin
gömlu andlegu hælin í rústum og allt í
uppnámi og sundrungu. Straumur lífsins
klofnaður í ótal kvíslar er flestar falla út á
eyðimerkur og hverfa í sandinn. Gróðrar-
blettimir, sem þessar kvíslar mynda, eru
svo fáir og strjálir enn, að þeirra gætir lítið,
og gróðurinn svo lágur, að hann veitir lítið
skjól. Fáir sjá yfir allar kvíslamar, fæstir
nema eina þeirra og skilja ekki hvert hún
stefnir og halda að þar sé allur straumur
lífsins, fleygja sér í þessa litlu kvísl og láta
hana bera sig út á auðnina eða út í brimgarð
úthafsins og hverfa að eilífu árangurslaust.
— Þessi hörmulega askloka þröngsýni er
nú því miður algeng um heim allan, en
óvíða eins undantekningalaus eins og hjá
okkur, því hún eyðileggur jafnvel starfsemi
þeirra, sem fyrir bestu og göfugustu hug-
sjónum berjast svo sem samvinnu- og frið-
armálum, siðferðis- og trúmálum, vegna
þess að á bak við starfsemina stendur engin
víðsýn og samræmd lífsskoðun eða heims-
skoðun sem allt sé miðað við og mælt eftir.
Hver og einn kemur með sinn kvarða-stúf
og leggur á mannlífið, tilveruna og sjálfan
guð og heldur að nú hafi hann mælt allt,
fundið takmörk alls og markmið eða mark-
miðsleysi. Úr þessu verður svo eins konar
„teknisk" lífsskoðun, viðlíka stórfelld sam-
anborin við alskepið sem fyrsta samlagn-
ingar dæmið, sem við gefum bömunum, er
við útreikning á þyngd stjamanna í tugþús-
unda ljósára fjárlægð
Svona lítég nú á nútímalífíð, og auðvitað
hugsar þú: nú er gamli Ben. að verða böl-
sýnn, trúlaus og ellisljór. — En — aldrei
hefi ég „litið fram á veginn“ með meiri
eftirvæntingu en nú, einmitt vegna þess að
nú er „krisis" bæði í hinum andlega og
efnalega heimi, svo að í nánd hlýtur að vera
umsköpun og endurfæðing, jafnvel ný „op-
inberun". Eg hefi reynt að ferðast milli
„kvíslanna“ og kynnast „gróðrarblettun-
um“, og ég hefi sannfærst um hversu gróðr-
armagn lífsins er stórfellt og ótæmandi.
Laufin falla af lífsins meiði, en bolurinn
lifir að eilífu og skýtur nýju laufi og limi.
Sú trú, að lífið sé öllum heillum horfið, er
sprottin af gorgeir fáviskunnar og hlýtur að
verða sér til skammar. —
ítarlegri skýringu á bjartsýni sinni og lífs-
gleði gaf Benedikt í bréfi sem hann skrifaði
Benedikt Björnssyni skólastjóra á Húsavík
„ájólunum 1926“. Hann laukekki við þetta
bréf og mun aldrei hafa sent nafna sínum
það. Þar segir hann:
Þú spurðir: „Á hverju hefir þú lifað?“ —
Ég svaraði „á gleðinni“ og bætti víst ein-
hverjum marklausum orðum við. En þetta
svar á sér dýpri rætur en mér fínnst að þú
hafir veitt næga eftirtekt, og ég veit ekki
hvort við erum sammála um innihald hug-
taksins „gleði“. —Thomas Moore sagði:
Simply but to be, to live, to breathe
is purest extacy!
Annað skáld norrænt hefir sagt:
„Deiligst af alle Glæder, er Glæden for
slet ingenting, ikke for noget du kan eller
vil, Glæden for intet, og Glæden for alt,
48
TMM 1991:4