Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 60
un nútíma hvunndagsmenningar íslendinga hafi verið gerð viðhlítandi skil. Á meðan ríkjandi menning einblíndi á þá upplausn sem fylgdi umróti stríðsáranna, dafnaði hin nýja hvunndagsmenning. Af- urðir bandarískrar fjöldamenningar fóru þar með stórt hlutverk, þetta var neyslu- menning. Einn þáttur hennar voru dansleik- ir og skemmtistaðamenning, sem blómg- aðist í kjölfar síðari heimsstyrjaldar og breiddi faðm sinn móti aukinni kaupgetu almennings. Útlit staðanna sem og ein- kennisbúningur og fas hljómsveita og bar- þjóna fluttu prúðbúna gesti hálfa leið inn í draumaheim Hollywood, þótt draumurinn breyttist iðulega í óminni og elegansinn í drykkjulæti þegar líða tók á kvöldið. Danshljómsveitimar áttu ríkan þátt í að skapa andrúmsloft þessara hvíldarstunda frá amstri yfirvinnu og húsbygginga. Tón- listarmenn frá hinu evrópska skeiði milli- stríðsáranna létu smám saman undan síga fyrir nýrri kynslóð, sem hafði orðið fyrir vitrunum frá amerískum djassi í seinni heimsstyrjöldinni. Færustu hljóðfæraleik- arar þessarar kynslóðar fylltu smám saman raðir flestra hljómsveita og tóku forystuna í íslenskum skemmtiiðnaði. Þeir leituðust við að skapa fágaða dægurmenningu, sem tileinkaði sér það nýjasta úr alþjóðastraum- um en hygði jafnframt að hinu séríslenska. Hljómsveitimar reyndu ekki bara að skemmta gestum sínum, heldur lögðu þær sitt af mörkum til að fága siði íslendinga. Með glæsilegum klæðnaði og fagmann- legri framkomu reyndu þeir að breyta ís- lenskum helgarfylleríum í glæsiveislur. Það var í sjálfu sér umtalsvert framlag til menn- ingarþróunarinnar en upp úr 1950 tóku þeir líka að gera plötur. Þar með styrktist íslensk dægurlagagerð og textar vom gerðir við erlend lög, en hljómsveitir og söngvarar lögðu sig fram um að skapa sinn eigin stíl. Allt vann þetta saman að því að skapa dæg- urtónlist sem var ekki bara endurómur frá útlöndum heldur með sérstökum, íslensk- um blæ. Rokkbylgjan — æskumenning veröur til Á nítjándu öld og fram undir síðari heims- styrjöld var dægurtónlistin dægradvöl millistéttar og tæki hennar til að sleppa örlítið fram af sér beislinu við hljómfall sem oft var upprunnið hjá suðrænum þjóð- um eða undirokuðum íbúum eigin lands. Lágstéttin eignaðist smám saman hlutdeild í henni eins og öðrum neysluvörum, og snemma á sjötta áratugnum tók æskan sig út úr og gerði rokk og ról að sérstakri tónlist unga fólksins. íslenskar danshljómsveitir höfðu fylgst vel með tískubylgjum dægurtónlistar og verið fljótar að tileinka sér nýjar stíltegund- ir, en þær leiddu rokkið í fyrstu hjá sér. Þær stefndu að vaxandi fágun og glæsimennsku en rokkið leitaði í allt aðra átt, og auk þess höfðaði það einkum til unglinga, en hljóm- sveitimar miðuðu lagaval sitt við aðeins eldra fólk. Einn mikilvægasti hópurinn, sem dans- hljómsveitimar spiluðu fyrir, vom dátamir á Vellinum. Þeir vildu ólmir dansa við rokk, og af sannri fagmennsku æfðu íslensku hljómsveitimar upp syrpu rokklaga. Þegar þessar syrpur vom fluttar á reykvískum unglingastöðum, eins og Þórscafé, Silfur- tunglinu og Breiðfirðingabúð, kom í ljós að íslensk æska var fyllilega með á nótunum. Þetta gerðist á árinu 1956, og framtakssam- 58 TMM 1991:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.