Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 61
ir menn sáu fleiri tækifæri til að hagnýta sér
þennan áhuga. Rokkplötur voru fluttar inn,
kvikmyndahúsin sýndu rokkmyndir, og í
maí 1957 kom breska hljómsveitin Tony
Crombie and his Rockets og fyllti Austur-
bæjarbíó 13 sinnum með rokktónleikum.
Rokkæðið skall sem sé yfir veturinn 1956-
1957, og andstætt flestum spám hjaðnaði
það ekki jafnskjótt, heldur festi sig í sessi
og tók á sig nýjar myndir.
A þessu fyrsta skeiði rokksins var dans-
inn mikilvægastur, og það var nánast
óhugsandi að hlusta á rokk án þess að stíga
taktfastan og akróbatískan dans við það.
Ymiss konar fatatíska fylgdi í kjölfarið, og
rokkæskan reyndi að líkja eftir klæðaburði,
hárgreiðslu og fasi, sem sást í rokkbíó-
myndum þessara ára. Á sama tíma bárust
hingað bíómyndir með stjömum eins og
James Dean, Marlon Brando og Natalie
Wood, og þeim fylgdi nýtt og ögrandi fas
æskunnar, sem margir reyndu að líkja eftir.
Stelpumar bám hárið stutt eða í tagli, og
vom í léttum peysum og víðum pilsum, en
allt þetta átti einkar vel við þær loftferðir
sem þær fóru í rokkdansinum. Strákatískan
miðaðist hins vegar síður við hagnýti.
Strákamir sýndu að þeir voru svalir gæjar
með því að ganga í gallabuxum og leður-
jökkum og gera stórfenglegar höggmyndir
úr hári sínu og brilljantíni, og þessu útliti
fylgdu harðsoðnir frasar og miklir stælar.
Kynskiptingin var skýr í rokki, en í vissum
skilningi tóku kynin eitt skref í áttina hvort
Sæmi rokk og Lóa dansa í Silfurtunglinu við Snorrabraut (yfir Austurbæjarbíói).
Mynd: Ólafur K. Magnússon.
TMM 1991:4
59