Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 96
Ladogin í fyrsta sinn, Malmberg hafði oftsinnis skipt við hann í Moskvu,
sem og þegar Ladogin heimsótti Finnland, útvegað vörur, orðið konu
Ladogins úti um gullbrú hjá finnskum tannlækni á reikning fyrirtækisins.
Við snæddum um stund án þess að tala. Síðan bað borgarstjóri túlkinn
að þýða, greip snafsaglasið, lyfti, útskýrði, að hann væri ekki kaup-
sýslumaður heldur þjónn borgarbúa, vikapiltur skattgreiðenda, en hann
teldi góð samskipti landa okkar hLa mikilvæg: borgin ætti vinabæ í
Hvíta-Rússlandi, og borgarstjóri sagðist eiga þar marga góða vini; hann
vonaðist til að Ladogin bættist í hóp þeirra eftir þessi stuttu kynni.
Drukknar skálar. Þjónamir helltu aftur í glösin. Ladogin sagðist hafa
verið Finnlandsvinur alla ævi, þótt ekki væri hann frá Karelíu eins og
nafnið benti til. Borgarstjórinn spurði hvaðan. Ladogin sagðist vera einn
af Moskvusonum. Hann var kominn vel yfir sextugt og ég minntist þess
að hafa heyrt að eftir stríð hefði hann komist til æðstu metorða í
verslunarsamtökunum með kjafti og klóm og tollað á toppnum þrátt fyrir
allar pólitískar væringar, aldrei fastari í sessi en þegar gömul viðhorf
endurheimtu gildi sitt í Rússlandi.
Ég sagði, að borgarstjóri og Ladogin hefðu ekki átt að ræna mig
gestgjafaréttinum til að mæla fyrir hinni fyrstu skál við matborðið; af
þeim sökum yrðu þeir nú að drekka þriðja Koskenkorvann. Það þóttu
engir afarkostir. Þjónninn kom með snafsana. Ég sagði, að búið væri að
mæla fyrir öllum mikilvægum opinberum skálum og drekka þær, því
skyldum við nú lyfta glösum til þess eins að tæma þau. Við drukkum.
Ladogin bað strax um annan umgang og sagði, að aldrei mætti standa
upp frá borðum, nema drukkin hefði verið skál kvenna, þessa mjög svo
mikilvæga og yndislega glingurs karlmannanna. Þetta skipaði Ladogin
mér að taka sérstaklega til athugunar, því ég væri ungur að árum og ætti
margt óreynt. Drukkin var skál konunnar.
Með aðalréttinum drakk Ladogin viskí og sóda. Hann vildi ekki vínið,
sem yfirþjónninn hafði mælt með við mig, dýrt franskt hvítvín, og við
neyddumst til að drekka það án Ladogins. Ég var að vona, að hann
smakkaði að minnsta kosti á víninu, sem ég hafði valið af þvílíkri
kostgæfni, en nú vildi Ladogin halda sig alfarið við viskí. Hann varfarinn
að tala þýsku, löngum, hægum og klunnalegum setningum og gleymdi
jafnharðan hverju hann var að segja frá.
94
TMM 1991:4