Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 97
II
Um þrjúleytið hringdi borgarstjóri í ráðhúsið og lét vita, að hann kæmi
ekki meira í vinnu þann daginn, hann væri með erlendum gestum, ef
einhver spyrði. Þegar túlkurinn þýddi mál hans mýktist ögn svipmótið á
Ladogin. Við sátum með viskíglös í hægindastólum baka til í borð-
salnum, búnir að snæða og drekka kaffi og koníak.
Meriláinen ætlaði að vera farinn í verksmiðjuna, en Ladogin sleppti
honum ekki, sagðist orðinn leiður á raupi og lygum kaupsýslumanna.
Meriláinen yrði að vera á staðnum, því að Ladogin vildi tala meira um
framleiðsluaðferðir verksmiðjunnar, vinnutilhögun, vélar og tæki, sem
Meriláinen væri fróðastur um af okkur þremur.
— Annars ljúga Malmberg og þessi forstjóri ykkar mig bara fullan,
því að þeir eru ekki hnútum kunnugir, sagði Ladogin á þýsku.
— Öðru vísi komumst við ekki af, sagði ég.
— Þessi forstjóri ykkar á verksmiðjuna einn og tvö hundruð sætar
stelpur, sagði Ladogin.
— Hann er hræðilegur kapítalisti, viðurkenndi Malmberg. Ladogin
skellti upp úr, lyfti glasi, nikkaði til mín og drakk. Ég dreypti líka aðeins
á.
— Og nú þegar illa gengur lætur hann skósveina sína koma valhopp-
andi til okkar. Að við komum og hjálpum til þegar hann hefur sjálfur leitt
fyrirtækið í ógöngur.
— Samt er hann auðvitað mjög skemmtilegur kapítalisti, sagði Malm-
berg.
Ég sagði Ladogin á þýsku frá föður mínum, sem hefði stofnsett
fyrirtækið, og hversu ég hefði komið ár þess fyrir borð á sjöunda
áratugnum, og frá syni mínum, sem ég vonaðist til að tæki við stjóm
fyrirtækisins, eftir minn dag. Nú sagðist Ladogin ekki skilja þýsku.
Ég útskýrði það sama á finnsku og túlkurinn þýddi allt á rússnesku.
Ladogin svaraði því engu. Hann stóð upp, riðaði, seig út á hlið, náði að
grípa í stólbök, þau lögðust flöt. Túlkurinn stóð upp til að hjálpa Ladogin,
fór með hann út úr stofunni og kom brátt til baka einsömul, settist á sinn
stað og dreypti á aldinsafaglasi sínu. Hún sagði ekki neitt.
— Hvert fór forstjórinn? spurði borgarstjóri eftir smástund.
— Tja. Herra Ladogin kemur bráðum, sagði túlkurinn.
TMM 1991:4
95