Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 100
kumpánlegustu í sófanum og drukku bræðraskálar. Túlknum hafði verið skipað að sitja andspænis þeim og meðan Ladogin talaði strauk hann túlknum um hnén báðum höndum. Við sátum við stofuborðið. Malmberg og Meriláinen voru að rífast um, hvort Malmberg hefði selt Svíum einhverja pöntun á lægra verði en Meriláinen hafði gefið upp að kostaði að framleiða. — Ekki er von að fyrirtækið styrkist, ef við kaupum það inn á hærra verði sem þú selur út. Svo mikið skil ég, þótt ég sé ekki hagfræðingur, sagði Meriláinen. — Það gæti orðið ódýrara en að láta tvöhundruð manns standa aðgerðarlausa og borga þeim kaup, sagði Malmberg letilega. Ég sá, að hann tók umræðuefnið ekki eins alvarlega og Meriláinen. — Við Valeri hefðum vel getað skotið hvor annan óvart, hrópaði borgarstjóri til okkar af sófanum. Þeir Ladogin tóku út úr glösunum því til heiðurs. — Þið hafið haft góðar byssur, fyrst þið gátuð skotið frá Viborgarflóa til Moskvu og öfugt, sagði Malmberg. Ladogin heimtaði að túlkurinn þýddi og er túlkurinn hafði þýtt stóð hann upp, kom slagandi að borðinu, tók fast utanum Malmberg, kyssti hann þétt á báðar kinnar og sleppti Malmberg síðar aftur ofan í stólinn — Sölustjórinn þarf að geta hugsað, sagði Ladogin á þýsku. III Borgarstjóri byrjaði að tala um gufubað. Hann sagði, að þeir hefðu enn ekki komist með Ladogin í gestagufubað borgarinnar, þótt Ladogin hefði verið lofað því. Að mati borgarstjóra kom heldur ekki til greina að stórvinur Finnlands eins og Ladogin slyppi úr landi án þess að fara í gestagufubað borgarinnar, sem væri einmitt þyggt fyrir fé borgarbúa til að nota við slík tækifæri: til að efla heimsfrið og vináttu meðal þjóða. Borgarstjóri hóf að hringja, náði í menn, útskýrði í símann og skipu- lagði gufubaðið. Eftir símtaiið tjáði hann okkur, að fólk frá menningar- nefndinni hefði verið í gestagufubaðinu; hann hefði rekið það burt og náð í gæslumanninn og konu hans, sem höfðu lofað að fara og hreinsa til í gufubaðinu, tína upp og fela tómar bjórflöskur eftir menningamefndina 98 TMM 1991:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.