Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 104
herbergið sitt. Við létum Ladogin leggjast í rúmið undir sæng. Hann
spriklaði, talaði rússnesku við okkur, en róaðist fljótlega.
Borgarstjóri beið niðri; hann sat í hægindastól og svaf. Dyraverðirnir
brostu vinalega til okkar. Ekill borgarstjóra kom að utan og stóð og beið
við dymar. Ég vakti borgarstjóra, hann gladdist að sjá mig. Við höfum
alltaf átt gott samband, öll þessi ár. Að utan komu gamall maður og kona,
dyravörðurinn vissi hvaða herbergislykil átti að rétta þeim án þess að þau
bæðu um hann. Þau virtust vera nógu gömul til að hrökkva sundur, ef
hreyft væri við þeim litlafingri. Þau töluðu eitthvert tungumál, sem ég
skildi ekki eitt einasta orð í.
Við fómm í bílinn. Borgarstjóri skipaði að aka mér heim fyrst. Á
leiðinni sagði hann mér hve það gleddi hann alltaf að sjá sér eidra fólk:
það gæfi sér von, um að sjálfur ætti hann enn nokkuð eftir ólifað. Ég
sagðist aldrei hafa hugleitt slíkt.
Þó að enn væri nótt, var orðið bjart, eins og jafnan er í lok maí. Sólin
var ekki komin upp, en í fjarska bjarmaði af henni, handan við sjón-
deildarhring. Malmberg svaf. Ég hugsaði, að einhvem veginn kæmumst
við yfir erfiðleikatímana, pantanir kæmu og okkur gengi betur, og seinna
kæmu ef til vill aðrir erfiðleikatímar. Tíminn liði.
Úr smásagnasafninu Vaapeli Malala lentaa
(Matala undirforingi flýgur) eftir Antti Tuuri
(1987).
Stefán Steinsson þýddi.
102
TMM 1991:4