Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 8
Björn Th. Björnsson „Hér er náttúrlega mjög mikill kultur“ Kringum Vínarferð Jóns Pálssonar frá Hlíð Þetta var á þeim árum þegar manni fannst allir í slagtogi við heimsmenninguna sem komið höfðu einhverju niður á prent. Það var líka á þeim árum þegar engum full- orðnum manni fannst taka því að skifta orðum við ungling. Fyrir báðar þær sakir varð ég ekki nema áheyrandi og áhorfandi að eymdarspeki Jóns Pálssonar frá Hlíð. Allt var á fallanda fæti, og óáran tímans lýsti sér í hverju einu, þessum skelfilega íslenzka osti, skorinn niður sem næfur- þunn og gagnsæ leðurtjása. — Manstu eftir ostinum í Vín Bangsi? Þykkur og mjúkur og bragðmikill og skorinn í stóra bita en ekki þessi bragðlausu skæni eins og hér, ha? Þá hallaði hann sér aftur í stólnum, ef ekki var dívan til að leggjast á, og skaut fram skúffunni. Eða þá út- gangurinn á þessum nýmóðins spraði- bössum, í pokabuxum og stórköflóttum jökkum. — Mikil skelfing er að sjá hann Kiljan ha. Alveg eins og taflbretti til fara svei mér þá. Og samt svona gáfaður strák- ur. Eða þá þessi lapþunna nýmóðins két- súpa. — Manstu eftir kétsúpunni Bangsi? Með útákasti, þykku bankabyggi og súrri skyrdillu með ha? Og kétið nærri mauksoðið í súpunni. Á einhverjum kjöt- súpudegi varð móðir mín áheyrsla þessa sérstaka bölmóðs og fékk næst fullorðna vinnukonu sína úr sveit til þess að elda kétsúpu eins og hún gerðist fyrir afturför mannkynsins, með þykku bankabyggi í botni, útákasti og langsoðnu kjöti og gott ef ekki sýrðri skyrdellu ofaná. Þannig til- réttuð var þessi endurfæðing siðmenning- arinnar borin fyrir þá umvöndunarvinina, Jón og Bangsa frænda minn. Stytzt frá að segja var hvorki niðurlæging kétsúpunnar nefnd oftar né fyllri skál borin fram í eldhúsið aftur. Og þá var það jazzinn. Undir því ónefni minnir mig að öll músfk- tónlist hafi flokkazt sem var ekki þýzk eða þýzkættuð og yngri en Brahms. — Þessi jazz Bangsi! Það er ekki lengur hægt að fá sér hafragraut inni á Hressing- arskálanum svei mér þá fyrir þessum jazzi ha. Nú koma þeir heldur ekki lengur, ekki Kempff, ekki Marteau og þá ekki Fried- mann ha! Ég fann á öllu að fyrri reisn aldanna væri endanlega komin í hundana. Enda þótt Donkósakkarnir í Gamla bíó hafi auðvitað verið fyrir pöpulinn, var hann samt ekki alveg eins harður út í þá. Það var út af Gorkí. Og það var líka út af þýðingum hans á smásögum Gorkís sem mér fannst Jón Pálsson frá Hlíð á ein- hvern leynilegan hátt í vitorði með heims- 6 TMM 1993:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.