Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 9
Vatnslitamynd eftir Björn Bjömsson — Bangsa: í fletinu liggur Fritz Kjartansson, Jón Pálsson situr á
stokknum, en Þorsteinn Bjömsson frá Bæ á stólnum. Langar lappir teiknarans skaga fram til hægri.
kúltúrnum (en orðið kúltúr hef ég víst
fyrst lært af honum), og gott ef mér fannst
ekki skínandi umkomuleysi hans sjálftek-
inn hæruserkur kúltúrsins. Og svo var
hann líka, að sagt var, tónskáld, þótt mér
tækist aldrei að skilja það. Ekkert átti
hann hljóðfærið, og enga hafði hann vist-
arveruna þar sem hvítar bústur þeirra
Beethovens og hvað þeir nú heita stóðu
uppi á hillum og súlum. Aldrei spilaði
hann og aldrei var neitt eftir hann spilað.
En tónskáld samt! Það lengsta sem ég
komst til skilnings á því var út af mjög
hávaðasamri og sleggjubeinslegri vinnu-
konu hjá mömmu í Kirkjutorgi 4. Þegar
hún tók saman diskana eftir matinn var
það með engri fínessu eða rókokóhönzk-
um, heldur líkara því sem leirtau væri
einhver óbrjótanlegasti metall í heimi.
Tímans vegna hitti oft svo á að hún var
einmitt að hrauka saman leirnum þegar
veðurfregnirnar voru lesnar í útvarpinu.
Jón Pálsson sussaði oft á hana, en aldeilis
forgefins. Þá gerist það einn dag að hann
sussar nokkru hærra, heyrði enda illa, og
þá leggur umrædd vinnukona frá sér disk-
ana, styður höndum á mjaðmir sér æði
vígalega og segir: — Hvað, ef mér leyfist
að spyrja, hafið þér, Jón Pálsson, að gera
við veðurfregnir? Vissi sem var að hann
var hvorki undir útveg seldur til sjávar né
sveita. Þá skýtur tónskáldið mjög fram
skúffunni og svarar því sem mér er síðan
ógleymanlegt: — Skiljið þér það ekki
TMM 1993:3
7