Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 17
Pétur Gunnarsson Hljóðið í Halldóri Á löngu bili voru þau viðtöl sem til var að dreifa við Halldór Laxness nær eingöngu á síðum Þjóðviljans. Stórveldi á borð við Ut- varpið og Morgunblaðið virðast hafa leitt hann hjá sér eða hann þau. í Þjóðviljanum birtist Halldór vígreifur og laus við tvíl en kannski ögn ópersónu- legur. Það eru málefnin sem ráða hverju sinni: menningarmál og stjórnmál — mað- urinn sjálfur stendur eins og utan við. Eins og fyrr segir voru á tíma fáleikar með Halldóri annars vegar og Útvarpi og Morgunblaði hins vegar. Að vísu hafði Morgunblaðið vakað yfir hverju fótmáli hans allt frá gelgjuskeiði, upp í gegnum kaþólsku og að kommúnisma, þá var kvaðst í styttingi. Mjög fljótlega virðist hafa slitnað upp úr með Halldóri og Útvarpinu — 1932 var í miðju kafi hætt við að útvarpa frægu erindi hans um Hallgrím Pétursson og Passíu- sálmana og svo er að sjá sem Halldór hafi ekki komið þar mikið við sögu allan fjórða áratuginn. Frá og með Nóbel verða fastir liðir frétta- viðtöl við Halldór sem flest eru í mjög föstum skorðum, áþekkar spumingar, áþekk svör tengd nýjum verkum skáldsins og s vo klassísk spuming sem verður eins og afsökun fyrir að orða ekki allt hitt: ,,Hvað er að koma út eftir yður erlendis um þessar mundir?“ Og þá setur Halldór á langar þul- ur þar sem koma við sögu nýjar og nýjar þýðingar og útkomur á verkum hans. Svo virðist sem nýju ljósi hafi verið beint að Halldóri þegar Matthías Johannesen kom til skjalanna á sjötta og sjöunda ára- tugnum og hóf skeggræður sínar við skáld- ið, ýmist í útvarpi, Morgunblaði eða Sjónvarpi. Sjálfur hafði Matthías skrifað heila sam- talsbók við Þórberg Þórðarson: 1 kompaníi við allífið (1959) — þar sem honum tókst eftirminnilega að landa Þórbergi — og not- aði flugu í staðinn fyrir þennan venjulega maðk. Halldór mun hafa hrifist af Kompaníinu og ástæða er til að ætla að hann hafi jafnvel verið til í svipaðan leik og Þórbergur. Og kannski kristallast karaktermunur Halldórs og Þórbergs eina ferðina enn í þessum tveimur bókum: Kompaníinu og Skegg- ræðunum — Þórbergur barnslega einlægt ólíkindatól, Halldór ólympskur og brilljant — en fjarlægur sem fyrr. Þegar Matthías talar við Þórberg er sá síðarnefndi nýbúinn að skrifa stóru bókina um bemsku sína og uppvöxt í Suðursveit TMM 1993:3 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.