Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 22
„Hvaðan koma þá þínar persónur?" spyr Illugi. Halldór:„Já, það getur veriðmerkilegt að velta því fyrir sér. Hvemig gengur að skapa persónur er auðvitað mest undir því komið að hafa umgengist mikið af fólki úr ýmsum áttum; að hafa kynnst ólíku fólki og fróðu og gáfuðu og skemmtilegu en umfram allt leiðinlegu. Það er svo margt hægt að gera úr leiðinlegu fólki. Skemmtilegt fólk í bók- um er svona eins og að finna tíu króna gullpening á götunni; það skrifar sig sjálft.“ Og Halldór tekur íslandsklukkuna sem dæmi: „Persónusköpunin tók afar langan tíma og ég þurfti mikið að strika út, rífa pappír og henda í körfu. Og byija aftur og gefast jafnóðum upp. Það reyndist mér vel að gefast upp og hefur alltaf gert. Þá hætti ég að hugsa um það sem ég var að gera og fór út í eitthvað allt annað en svo kannski nokkmm mánuðum seinna, þá stóð þetta alveg ljóst fyrir manni. Það er svo einken- nilegt hvernig maður vinnur, það er ekki hægt að líkja þessu við neina aðra vinnu. Það skyldi enginn ætla sér að verða rithöf- undur, þetta er einhver sjálfspíning og ein- tóm leiðindi oftastnær. Meðan ég skrifaði Islandsklukkuna gat ég barist vikum saman við einn eða tvo kapítula og það sama á við um flestar bækur mínar ef út í það er farið. Og náttúrlega eru þeir kapítular sem eru einfaldastir og lesandinn tekur varla eftir; þeir eru venjulega bestir og hafa tekið leng- stan tíma. Þá er búið að strika út úr þeim allan þennan andlega vindgang sem er gríð- arlega mikill í rithöfundum; maður skrifar daga og nætur í mikilli hrifningu og extasé en svo á næsta stigi, þá er að rífa þetta allt niður aftur. Alveg niður í mold og á þessu gengur. Ég held að ég hafi verið mestallt seinna stríðið með bókina um íslandskluk- kuna. Hún var mitt stríð.“ Halldór hefur í viðtölum síðustu ára oft verið þungyrtur og áhyggjufullur út af skáldum og listamönnum nútímans. ,,Það er allt of lítið af epískum skáldskap í heiminum í dag. Það er gallinn við bækur yngri höfunda á íslandi, þeir hafa tapað frá sér epísku hefðinni . . .“, segir hann í við- talinu við Harald Gustafsson, 1981. Og 1983 er hann enn við þetta heygarðs- horn í spjallinu við Illuga: „Þessi svokallaða nútímaleiklist eða nú- tímasagnalist eða ljóðlist; meirihlutinn af þessu er svo fasflt, auðvelt og jafnvel au- virðilegt. Það skrifa allir eins og þeir kunni ekki neinar reglur og viti ekki að það hafa áður verið til rithöfundar í heiminum. Ég fæ sent mikið af ljóðabókum frá elskulegu fólki og allt í lagi með það; þær eru afskap- lega vel útgefnar og á góðan glanspappír, þokkalega prentaðar, prýðilega bundnar inn, aldrei prentvilla, en því miður heldur margt af þessu fólki að ljóðmæli sé eitthvað þar sem önnur línan er styttri en hin, hægra megin. Frá þessu eru heiðarlegar undan- tekningar, sem betur fer, en í mörgum þeim ljóðabókum sem ég blaða í er alger fjarvera allra hluta sem gera skáldskap að skáld- skap. Kannski er það viljandi en þó er ég hræddur um að mest sé það óviljandi; það er enginn vottur af ljóði eða kveðskap í þessu (...) Nú er það einhvers konar non- skáldskapur sem þykir fínastur; kannski verða þeir höfundar klassískir sem ná lengst í non-skáldskap. Ég gæti sem hægast búið þetta til en þetta er svo fasflt að fyrir alvarlegan rithöfund væri það eins og ef úrsmiður væri settur í að smíða taðkvöm. Ef menn vilja taka upp þá stefnu að sleppa allri hefð, gera ekki greinarmun á prósa og póesíu og gleyma allri þeirri reglu en jafn- framt öllum þeim möguleikum fyrir varía- sjón sem við höfum haft hér í skáldskap í þúsund ár — þá þeir um það.“ 20 TMM 1993:3 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.