Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 33
Það voru svo margir að skrifa um Napóleón. Það var að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um Napóleón. Og allir mjálmandi um að ég ætti að þrengja. Ég hafði bara ekki áhuga á því að þrengja. Ég vildi frekar víkka út. Þú hefur alveg hætt við Napóleón? Nei. Ég skrifaði um svipuna. Svipu? Hvaða svipu? Svipu Napóleóns. Hún var úr silfri. Sagan segir að hann hafi jafnan sofið með hana í handarkrikanum. Og þú skrifaðir um þessa svipu? Nei, biddu fyrir þér, ekki alla svipuna, ég hafði bara áhuga á hnúðn- um. Hnúðnum? Á svipunni var hnúður. Og það er hann sem er sögufrægur. í hann var greyptur smaragður. Hann fraus fastur við lófann á Napóleóni, — það var í Rússlandi, — veturinn ógurlega, þeir þurftu að höggva hann af. Hvern? Hnúðinn. Þeir hjuggu hann af skeftinu því smaragðurinn var frosinn fastur við lófann. Enginn steinn verður jafn kaldur og smaragður. Og þú skrifaðir um hnúðinn en ekki svipuna? Hnúðurinn týndist í Rússlandi. Týndist hnúðurinn í Rússlandi? Marteinn Marteinsson frá Ekru kinkar kolli þolinmóður. Þrátt fyrir að hann hefur talað nær samfellt hefur honum lánast að drekka ölið til dreggja. Hann kinkar vingjamlega kolli til þjónsins sem kemur eins og hendi sé veifað með annan fant. Þakka þér fyrir Jens, segir Marteinn Marteinsson frá Ekru. Mín er ánægjan, segir þjónninn. Ég er svolítið svangur, segir Marteinn Marteinsson. Ég á gúllassúpu, segir þjónninn. Það hljómar vel, segir Marteinn Marteinsson. Vilt þú líka? spyr hann kurteislega og bendir á mig með löngutöng. Nei, takk. Það hefur margt breyst, segir Marteinn Marteinsson. Nú vilja menn faðma vítt, hugmyndaflug er ekki lengur bannorð. Það eru breyttir tímar í fræðaheiminum. Menn fúlsa ekki lengur við 2000 síðna ritgerðum. En hnúðurinn? spyr ég. Hefur hann aldrei fundist? TMM 1993:3 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.