Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 40
og stundum áður á leiðinni um borð. Ég var kokkur á dagróðrabáti og hafði verið um þriggja mánaða skeið; svaf um borð um nætur og þótti stundum betra að fá mér einn gráan fyrir svefninn. Stundum var kvíðvæn- legt að eiga eftir að klöngrast niður í saggafullan lúkarinn. Ég hafði komist að því að sálin gerði síður uppsteyt ef ég skellti í mig eins og einu vodkastaupi. Þessum kráarviðkomum hafði farið fjölgandi því ég var orðinn dauðleiður á sjómennskunni og beið í ofvæni eftir að útlegðin tæki enda. Ég varð þó að þrauka enn um sinn því ég átti dálítið í land með að eiga fyrir skuldunum. Steinar var eitthvað að ræskja sig, dró upp velktan camelpakka og stakk upp í sig sígarettu; otaði pakkanum yfir borðið til mín og lyfti úfnum augabrúnunum. Ég leit snöggt á hann og horfði síðan á bjórglasið sem olnbogi hans hafði strokist við þegar hann rétti pakkann að mér. Glasið hafði færst ögn úr stað og mér sýndist það vega salt á borðbrún- inni. Ég afþakkaði boð hans með því að hrista höfuðið og gaf glasinu gætur því ég átti von á að það félli í gólfið á hverri stundu. Hann kveikti í sígarettunni, sogaði að sér reykinn og blés honum frá sér eins og hvalur. Tungubroddurinn byrjaði að eltast við tóbaksörðu á neðri vörinni. Hann var óskaplega fölur, andlitið holdskarpt og þreytu- legt. Allt í einu var eins og hann myndi eftir því að hann væri fullur því hann tók að riða á stólnum. Hann leit á mig og sagði rámri röddu: ,,Ég er búinn að vera fullur í sex daga. Kannski ég hvíli mig á morgun.“ Ég kinkaði kolli. ,,Það væri ráð! Þú ert Steinar Sigurjónsson. Við eigum sameiginlegan kunningja, held ég, það er að segja ef ég fer ekki mannavillt?.. Steinar hvessti á mig útstæð augun. ,,Ég veit hver ég er. Hver ert þú?“ ,,Við eigum sameiginlegan kunningja,“ endurtók ég. ,,Og hver mun það vera?“ ,,ísak,“ sagði ég. „ísak Harðarson, skáld.“ Steinar lyftist upp í sætinu og bros breiddist yfír andlit hans. ,,Ójá. ísak. ísak Harðarson er dásamlegur maður. Og hver ert þú?“ „Kristján Kristjánsson." Hann virti mig gaumgæfilega fyrir sér en kannaðist augsýnilega ekki við mig. Mér þótti það heldur leitt en lét á engu bera. 38 TMM 1993:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.