Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 41
„Ég hef aðeins fengist við að skrifa, og gefið út nokkrar bækur. Ég bý uppi á Akranesi.. „Það var rétt. Þú ert á Akranesi, já ég kannast við þig. Þú skrifar.“ „Það á víst að heita svo,“ sagði ég stillilega. „Ég hef ekkert lesið eftir þig sem ég man eftir.“ Mér fannst hann taka heldur óheppilega til orða. Hvað átti hann við? Átti hann við að hann hefði lesið eitthvað eftir mig en væri búinn að gleyma því? Átti hann við að það sem ég skrifaði væri einskis virði? Eða átti hann við að hann hefði einfaldlega ekkert lesið eftir mig? „Já, hann ísak, það er dásamlegur maður,“ hélt Steinar áfram. „Hvað er að frétta af honum. Ég hef ekki hitt hann svo lengi.“ „Hann er frelsaður,“ sagði ég dálítið afundinn. „Hann endurfæddist til trúar á Jesú Krist síðastliðið vor. í maí var það víst.“ Steinar virtist ekki kippa sér upp við þau tíðindi og brosti áfram. „Já, hann er enginn venjulegur maður hann ísak Harðarson.“ Svo kom löng þögn. Ég dreypti á snafsinum og saup með á bjómum. Tilhugsunin um lúkarinn var ekki jafn slæm og áður. Ég var orðinn syfjaður og þreyttur, dagurinn hafði verið óvenju erfiður. Það leið að því að ég yrði að fara að koma mér um borð. Sat samt kyrr og hlustaði á lágvært og notalegt skvaldrið í salnum. Fólk kom og fór, fleiri komu en fóm; það var setið við flest borðin og röð tekin að myndast við barinn. Ég gjóaði augunum af og til á Steinar sem húkti á stólnum og virtist ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða við mig. „Ég skrepp stundum á Bámna uppi á Akranesi,“ sagði ég. „Ég bý í næsta nágrenni við Hótelið. Það er heldur dapurlegt, ég er stundum eini viðskiptavinurinn,“ sagði ég. „Jæja,“ svaraði hann og hagræddi sér á stólnum. Handleggur hans sveiflaðist í áttina að bjórglasinu á borðbrúninni. „Glasið þitt,“ hrópaði ég nánast. Steinar leit upp og greip glasið sitt í sömu mund og mér sýndist það detta fram af borðbrúninni. Hann rykkti glasinu upp að andlitinu og teygaði stórum. Skellti því tæmdu aftur á borðbrúnina. „Hvemig var það meðan þú varst uppi á Skaga, hvemig var Báran þá?“ spurði ég sakleysislega. „Báran? Hvað heldurðu að ég muni það! Jú, hvaða vitleysa, auðvitað man ég eftir Bámnni. Ég man eftir því að á stríðsárunum földum við TMM 1993:3 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.