Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 42
strákarnir okkur í myrkrinu bak við grjótgarðinn, hann var fyrir neðan húsið. Við tókum grjót úr garðinum og grýttum bretann þegar þeir voru að koma út af bamum með stelpumar. Og svo grýttum við kanann þegar hann tók við. Það var mikið grjótkast. Enda var veggurinn horfinn í stríðslok." Steinar glotti beisklega. „Þeir eltu okkur um alla Breið og tóku í lurginn á okkur ef þeir náðu okkur. Þetta var gamla Báran, hún brann við mikinn fögnuð stúkustrák- anna seinna.“ ,,Ég vissi það ekki.“ „Jú, hún brann.“ Skelmislegur svipur kom á andlit hans og hann bætti við: „Það er skrýtið með þessa templara, finnst þér ekki?“ „Já? Hvernig þá?“ „Hvemig þeir rembast við að halda sér edrú. Sumir lifa fyrir það eitt að neita sér um brennivín. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu daga.“ „Þú meinar þannig.“ „Finnst þér ekki undarlegt að lifa fyrir afneitunina? Þessi óskaplega þörf fyrir að neita sér um eitthvað, og eyða síðan tíma sínum og kröftum til að fá aðra til að neita sér um það sama. Finnst þér það ekki fáránlegt?“ „Ég veit það ekki,“ sagði ég hikandi. „Kannski er tilgangurinn fólginn . . . í fullkominni afneitun. Eins og meinlætamennimir til for- na...“ „Ég nenni ekki að tala um meinlætamenn. Ert þú kannski meinlæta- maður?“ Hann sagði þetta full háðslega og ég svaraði eftir stutta umhugsun: „Ja, ekki nema þegar ég neita mér um að skrifa eins og þessa dagana. Ég er á sjó.“ „Svo þú neitar þér um að skrifa. Það mættu fleiri rithöfundar gera. Réttara sagt þá ætti það að vera algjört prinsip hjá sumum rithöfundum. Ertu fjölskyldumaður?" „Já. Kona og tvö börn.“ „Þar fór í verra,“ sagði hann mæðulega. „Nú, af hverju segirðu það?“ „Jæja, það þarf kannski ekki að vera neitt verra. Sumir geta það og sumir geta það ekki.“ Mér fannst samræðumar orðnar heldur undarlegar og tæmdi staupið. 40 TMM 1993:3 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.