Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 46
Þórarinn Eldjárn Að ruglast í ríminu Dómur um dóm í öðru hefti TMM 1993 birtist ítarleg greining Marðar Árnasonar á sonnettu minni Skipsfregn, sem birst hafði í fyrsta hefti sama árgangs tímaritsins. Það er fagnaðarefni að hinn ritsnjalli stjórnmála- maður og málfræðingur skuli nú hafa snú- ið sér að lýrískri analýsu og vonandi verður þar framhald á. Hinu er þó ekki að leyna að þessi frumraun hans veltir upp nokkrum álitamálum sem mig langar að tæpa hér á í framhjáhlaupi. Tími og sjónarhorn Það er, held ég, ekki rétt athugað hjá Merði að ,,tími sonnettunnar“ sé „lík- framleiðsluiðnaðarins öld“. Miklu nær er að líta svo á að innri tími hennar sé ein- göngu það stutta augnablik sem ljóðmæl- andinn siturþusandi við talstöðina eftir að hafa komið auga á skipið og viðmæland- ann að störfum uppi á dekki. Mér virðist blasa við að þetta geti varla gerst nema úr þyrlu og þykir raunar merkilegt að Merði skuli yfirsjást þeir túlkunarmöguleikar sem felast í því vali á sjónarhorni, hrok- inn, sjálfshafningin og guðgervingin sem beint liggur við að saka skáldið um. Auk þess sem auðveldlega hefði mátt tengja það aðdróttunum um að skyggnið kunni að hafa verið afleitt. Hitt er svo aftur rétt athugað, að vísu út frá alröngum forsendum, að um eintal hlýtur að vera að ræða. Þó viðmælandi sé augljóslega til staðar, eins og bert er af ljóðinu sjálfu og einnig stöfunum Á.B. í undirfyrirsögn, er jafnaugljóst að ljóð- mælandinn ætlast varla til þess að maður sem honum sýnist vera önnum kafinn uppi á dekki heyri í talstöðinni. Óþarft er af skýrandanum að leita svo langt yfir skammt til að komast að þessari niður- stöðu, en fyrst hún liggur fyrir má auðvit- að spyrja hvaða erindi ljóðið hafi þá yfirleitt átt upp úr skúffunni sem það var ort fyrir. ,,Líkframleiðsluiðnaður“ er orð sem mig minnir að Halldór Laxness hafi fyrst- ur manna notað um störf margra helstu hugsjónamanna aldarinnar. Þátíðin varð gefur fyrst og fremst í skyn að stutt er nú eftir af öldinni sjálfri þó þar með sé alls ekki sagt að nokkurt lát sé á líkfram- leiðslu. Ef til vill er því réttast að líta á Skipsfregn sem nokkuð snemmvaxið aldamóta- eða aldarlokaljóð. 44 TMM 1993:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.