Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 65
Einn þeirra sagnamanna sem voru í heiðurssæti á þinginu var Larry nokkur Bird, hláturmildur og þéttur á velli undir blárri hafnarboltahúfunni. Hann hafði verið kallaður til Yukon að segja sögur af Bróður Jarfa, þeim óþokka af marðarætt sem er þekktur fyrir allt annað en nær- gætni og kurteisi við meðbræður sína — þótt hann hafi unnið góðverk eins og það að smækka Bróður Skunk úr fílsstærð niður í það sem hann er í dag, með því að drepa hann, tæta hann í sundur, og gefa honum aftur líf í þeirri stærð sem normal þeffærum stafar ekki voði af. Nema hvað, Larry Bird menntaði Islendinginn ágæt- lega í persónugalleríi indíánasagna, og sagði honum upp og ofan af sléttuúlfinum sem er jafnvel svakalegri í háttum en þetta eina dýr sem Larry þóttist fær um að segja almennilega frá. (Larry Bird trúði undir- rituðum nefnilega fyrir því að hann kynni aðeins eina sögu. En þegar viðmælandi hans ætlaði að fara að skæla yfir þessum dapurlegu tíðindum, hann vissi fátt sorg- legra en sagnamann sem kunni eina ein- ustu sögu, þá fékk hann að vita að þessi saga af jarfanum væri í tíu hlutum og hver þeirra tæki rúman mánuð í flutningi. Við það léttist brún á íslendingnum sem síðan hefur gælt við þá hugmynd að sjálfsagt sé engum manni fært að koma frá sér fleiri sögum en þeirri einu sem hann sér ljóslif- andi í kringum sig á leiðinni frá vöggu til grafar — og má þykjast góður ef hann kemur orðum að henni.) En þótt engar sögur hafi verið sagðar af Bróður Sléttuúlfi þessa viku í júlímánuði í Whitehorse, þá var það að frétta af karl- inum sem kunni þær, og var of feiminn til að mæta á þingið, að hann hafði verið til stórra vandræða í kanadíska ríkisútvarp- inu. Þangað hafði karl verið dreginn af fólki sem aðhylltist hin mjúku og mann- legu gildi til að segja kanadískum börnum frá sléttuúlfinum, væntanlega svo þau lærðu að meta menningu frumbyggjanna — en hún er eins og allir vita barnslega saklaus. Já, og svo einlæg að þegar karl var rétt að komast á flug í frásögninni neyddust útvarpsmenn til að skrúfa niður í honum og senda út sungnar heilræðavís- ur það sem eftir lifði barnatímans. Glæpur karlsins var sá að hann hafði verið trúr sögupersónu sinni, og þar af leiðandi ekki komist undan því að brydda upp á ýmsu af því sem Bróðir Sléttuúlfur skemmtir sér við, eins og að pissa upp í vindinn, láta eftir girnd sinni til konu náungans (og jafnvel náungans sjálfs), að ganga í hægð- um sínum, og drepa fleiri en hann getur étið. En útvarpsþula af vesturíslenskum ætt- um kvað: Flá er þér tunga, hygg eg, að þér fremur myni ógott um gala; reiðar eru þér útvörpur og útvarpar, hryggur muntu heim fara. Og þar með var karli og sléttuúlfi vísað á dyr The Canadian Broadcasting Compa- ny *** Þegar undirritaður var kominn heim á ísakalda landið rataði svo bókin "Shaking the Pumpkin" upp í hendur hans, en hún er safn ljóða eftir indíána Norður-Amer- íku sem bandaríska skáldið Jerome Rot- TMM 1993:3 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.