Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 73
svertingja. Morgan hefur hlotið hefð- bundna vestræna menntun sem lýsir sér í lipurlegum texta bókarinnar og skýrir ef til vill útbreiðslu hennar. í bókinni reynir Sally Morgan að grafast fyrir um forfeður sína frumbyggjamegin og afhjúpar í leið- inni meðferðina á frumbyggjum síðustu öldina. Svo gersamlega höfðu þeir verið rúnir sjálfsvirðingu að móðir Morgans sá þann kost vænstan að segja börnum sínum að þau væru af indversku bergi brotin til að þau þyrftu síður að sæta aðkasti úti í samfélaginu. Frumbyggjar hafa stundum skýrt áhugleysi sitt á skáldsögunni með því að þeir hafi úr svo rniklum efniviði að moða þar sem sé valdníðsla hvítra að þeir þurfi ekki að skálda, veruleikinn sé lyg- inni líkastur og skín það sannarlega úr bók Morgans. Nokkrir hvítir höfundar hafa fjallað um frumbyggja í sögum sínum og á fjórða áratug aldarinnar kom fram hreyfing sem kallaði sig Jindyworobak (eftir frum- byggjasögninni að „sameina") og leituð- ust fylgisveinar hennar við að ganga í smiðju til frumbyggja í því augnamiði að sporna gegn síauknum erlendum áhrifum. Hæðst var að þessari hreyfingu og logn- aðist hún fljótlega út af. Birtingarmyndir endurskoðunar Þetta sýnir að hvítir ástralskir höfundar hafa ekkert verufræðilegt kerfi sem þeir geta hagnýtt sér til að berjast gegn áhrif- um evrópskra frásagnarmynstra, líkt og Nígeríumaðurinn Chinua Achebe gerði til að mynda í Things Fall Apart, þeir eiga engan þjóðararf sem getur orðið þeim grunnmynstur, eins og Islendinga- og þjóðsögurnar okkur. Þeir verða því að beita öðrum aðferðum til að grafa undan evrópskum frásagnarmynstrum og fasísk- um tilhneigingum tungumála, svo vitnað sé í Roland Barthes. Ein leiðin til þess er að endurskoða texta sem skrifaðir voru frá sjónarhorni herraþjóðarinnar, til dæm- is með því að gá að því hvað ekki var sagt eða með því að lesa söguna af sjónarhóli jaðarhópa, þeirra sem voru úti í kuldan- „rv, 26 um. Endurmat af því tagi má sjá á meðferð tveggja ólíkra höfunda á dagbókum Robinsons nokkurs, Breta sem kallaður var sáttasemjarinn, því hann hafði það hlutverk eða þá hugsjón að ganga á milli hvítra og frumbyggja í Tasmaníu á fyrri- hluta 19. aldar, skömmu áður en síðasti frumbygginn þar safnaðist til feðranna. Robert Drewe, nú einn kunnasti höfundur Ástralíu, varð fyrstur til að nýta sér þenn- an texta í skáldsögunni The Savage Crows, Villikrákunum (svo voru frum- byggjar Tasmaníu nefndir), sem út kom 1976. Sagan fjallar um miðaldra Ástrala í sjálfsmyndarkreppu, Crisp að nafni. Að því er virðist til að flýja sjálfan sig og sín óleystu vandamál og til að sættast við fortíðina sökkvir Crisp sér niður í handrit Robinsons. Hann lifir sig inn í frásögn Robinsons af samskiptum sínum og ann- arra hvítra við frumbyggjana og þannig upplifum við fortíðina með honum. Að lokum ákveður Crisp að skoða afleiðingar sögunnar í nútímanum með því að takast á hendur eins konar pflagrímsför suður til Tasmaníu og hitta þar afkomendur þess- ara frumbyggja og innflytjenda, mismikið blandaða. Hann kemst meðal annars að því að þetta fólk lifir í bókstaflegum TMM 1993:3 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.