Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 93
orðuðu það, voru vön að koma saman alla eftirmiðdaga á „Klæðskera- vinnustofunni Glæsileika“ til að skiptast á skoðunum um ýmis málefni. Þeir höfðu yndi af kjaftasögunum sem gengu um bæinn, sérstaklegaþeim sem snertu kynferðismál. Og þeir hittu meistara Melitón alltaf fyrir hressan og í góðu skapi, tilbúinn að bjóða þægileg sæti. Hann var kænn og það var hrekkjalómssvipur á andlitinu á honum. Þegar umræðumar mögnuðust varð hann aldrei til þess að draga úr ýkjunum. Hann vissi meira en allir aðrir í Ameríku um íþróttir og efnafræði, almannatrygg- ingar og stærðfræði, pólitík og vísindi. Hann var án efa geðfelldasti handverksmaðurinn í bænum Achacachi, hvítur á hömnd, kom vel fyrir og sýndi fá merki þeirra fjörtíu og sjö ára sem hann bar. Á hátíðisdögum, þegar bærinn vaknaði fánum skreyttur, og sérstaklega meðan Santa Lucia hátíðin stóð yfir, klæddist hann glæsilegum, dökklitum jakkafötum með flauelsboðungum, og á höfðinu bar hann harðkúluhatt sem var öfundar- efni yfirstéttarinnar í Achacachi. Sókrates Wanka kom hratt yfir aðaltorgið í fylgd tíu annarra indíána og var á augabragði kominn að „Klæðskeravinnustofunni Glæsileika“. — Góða kvöldið, félagi klæðskeri — heilsaði hann hátíðlega. Meistari Melitón var ekkert hissa að sjá hvað hann var formlegur, hann vissi vel vegna hvers þeir voru allir komnir og lést vera áhugalaus: — Sælir, félagar... Og hvað er að frétta af gangi málefna smábænda- samtakanna? — Ég vil að þú útskýrir aftur fyrir mér þetta með fallbyssuna, svaraði indíáninn ákveðinn. — Jæja, allt í lagi, það er ekkert vandamál, en fyrst vil ég að þú mátir á þig buxumar þínar því ég má engan tíma missa. Ég verð að lifa af vinnu minni, og þar að auki er Chullpa að heimta jakkafötin sín. Hann er búinn að koma að minnsta kosti tuttugu sinnum og segist verða að fá þau vegna þess að hann ætlar að fara til La Paz í nýjum fötum til að erindast eitthvað, ég veit ekki hvað, fyrir bæjarfélagið. Indíáninn fór úr buxunum bak við færanlegt skilrúm og kom fram aftur í þeim nýju og skoðaði sig í krók og kring. Hann sá að þær voru svolítið víðar og alltof síðar. Indíánamir hlógu að honum. — Þetta er tískan núna, félagi Wanka, víðar buxur og síður og þröngur jakki, sagði meistari Melitón valdsmannslega og við það dó hlátur indíánanna út. En stattu ekki svona skakkur og boginn. Stattu beinn .. . — Allt í lagi. Og segðu okkur nú frá fallbyssunni. TMM 1993:3 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.