Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 103
um verkum sínum í að þurrka út mörk draums og veruleika. Þessi mörk hafa alltaf verið óljós íbókum Vigdísaren í Stúlkunni ískóginum hafa þau verið endanlega fjarlægð. Skógurinn er órjúfanlegur hluti af tilveru Guðrúnar og stúlk- an í skóginum er alltaf til staðar. Stúlkan í skóginum er Fuglastúlkan vinkona Guðrúnar og hluti af henni sjálfri. Guðrún setur oft upp samtöl á milli Fuglastúlkunnar og sjálfrar sín og notar 1. persónu, fleirtölu: „Við urðum 46 ára í gær“ (bls. 129). Þannig er Fuglastúlkan ætíð nálæg, ólíkt stúlkunni á ströndinni sem er bæld- ur hluti af sjálfi ísbjargar. Við afdrifank hvörf í lífi ísbjargar og þegar illskan sem ísbjörg hefur tileinkað sér og ásett sér að rækta er að sliga hana birtist henni stúlka á strönd. þetta gerist fyrst þegar ísbjörg er 8 ára og stendur yfir líki föður síns sem hefur skorið sig á púls. Þá „hófst saga sem síðar áttí eftir að heltaka“ Isbjörgu, eins og segir í bókinni, upp- haf nýs lífs. Stúlkan birtist Isbjörgu næst þegar hún er ellefu ára og hefur orðið fyrir sinni fyrstu nöturlegu kynlífsreynslu, því næst þegar hún hefur misþyrmt Vilhjálmi frænda sínum til að leiða hann í allan sannleikann um skuggahliðar lífsins og þá skynjar Isbjörg fyrst að stúlkan á ströndinni er hún sjálf: . . . hlátur sæsorfnu stúlkunnar hljómar í mínum eigin barka. Þeytist upp í hálsinn. Skýst um í munnholinu. Hringsnýst þar uns hann stingur sér aftur á kaf ofan í mig. Ég finn að ég er einsog hún. Ég er einsog þessi stúlka. Ég er ekki aðeins ísbjörg heldur líka einsog stúlka á strönd á fjarlægri eyju (bls. 179). Eftir það getur ísbjörg kallað til sín sæsorfnu stúlkuna þegar hún þarf á henni að halda. Það gerir hún þegar hún hefur selt líkama sinn í fyrsta sinn og einnig þegar „viðskiptavinur" hennar þröngvar upp á hana ástarjátningu. Ströndin er athvarf Isbjargar sem hún leitar til þegar veruleikinn verður óþolandi. Stúlkan hún sjálf eða sá hluti sjálfs hennar sem geymir það góða og óspillta: Hún er gleði mín. Mín einkablekking sem kemur til mín og lagar allt í lífinu sem hefur farið aflaga. Það er von mín sem býr í stúlkunni. Styrk von sem svæfir myrkrið. Óttann (bls. 208). í lok bókarinnar ákallar ísbjörg stúlkuna á ströndinni sem kemur til hennar og tekur í hönd hennar og leiðir hana með sér burt úr grimmum veruleikanum til strandar sinnar þar sem þær renna saman. Þannig hverfur Isbjörg inn í eigin draum líkt og Grímur í Kaldaljósi, fyrstu skáld- sögu Vtgdísar, hverfur í bókarlok inn í eigið listaverk á vit framliðinnar fjölskyldu sinnar og líkt og Guðrún, stúlkan í skóginum, hverfur að lokum alfarin til skógar síns ... — eða hvað? Síðasta málsgrein Stúlkuimar í skóginum kallast á við þá fyrstu og lokar þar með hring- ferlinu, sem er að verða eitt af höfundareinkenn- um Vigdísar Grímsdóttur. Hér hafa þó þær breytingar orðið að textinn í bókarlok, sem er sá sami og bókin hefst á, er skáletraður. Þetta er merkingarbært þar sem í sögunni eru aðeins skáletraðar tilvitnanir í aðra eða þær línur sem Guðrún lærir utan að úr bókunum sem hún finnur í ruslinu. Lokalínur sögunnar eru þannig: Og ég vissi ekki þá hvort þetta var allt saman draumur en mér fannst allt í einu einsog ég sæú á rúminu heima hjá mér og væri nýkom- in úr gönguferð. Og ég var að lesa og fugl- amir mínir sátu á sænginni, höfði mínu og öxlum og sungu orðin með mér. — VHtu kaffi, spurði hún. — Já, svaraði ég. Ég horfði á líkama minn speglast í gljáandi gólfflísunum. Spegilmynd gestgjafa míns sá ég ekki. . . Ég mundi ekki hvenær ég hafði fundið þessa bók en það gerði ekkert 'til, það kæmi til mín seinna (bls. 259). Um leið og lesandi Stúlkunnar ískóginum lýkur lestri bókarinnar er gefið í skyn að Guðrún sé að byija að lesa sömu bók. Þannig endar Vigdís Grímsdóttir enn einu sinni skáldsögu á fullkom- lega tvfræðan hátt og skilur lesanda eftír ringl- aðan. Hvað gerðist í þessari sögu? Myrti Hildur Guðrúnu í þágu listar sinnar? Eða er öll sagan heilaspuni Guðrúnar? Hver er Hildur? Hefur Vigdís Grímsdóttir leyft til að fara svona með lesendur sína? TMM 1993:3 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.