Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 17
DYGGÐIRNAR OG ÍSLENDINGAR
16-24 ára
25-34 ára
35-44 ára
45-54 ára
55-75 ára
Þegar spurt var um það hvað fólk væri ánægðast með í sinni eigin lífsstefnu nefndu margir atriði sem
vörðuðu fjölskyldu þeirra og vini. Mjög var þó mismunandi eftir aldri fólks hveisu þungt þessi atriði
vógu.
hugmyndir um þær dyggðir sem þarf að rækta til að lifa megi góðu og
hamingjusömu lífi. Þau helstu atriði sem hér hafa verið nefnd koma ffam í
könnuninni með óvenju afgerandi hætti, jafnvel svo að kemur á óvart. Nið-
urstöðurnar benda til þess að íslenskt samfélag sé afar einsleitt í siðferðismál-
um, þótt það þurfi alls ekki að benda til þröngsýni. Jafnvel mætti ffekar túlka
það sem samheldni, einkum í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á fjölskyldu,
vináttu og heiðarleika.
Það er freistandi að líta svo á að þessi áhersla og samheldnin sýni að ís-
lenskt samfélag búi enn að gildum hins forna hetjutíma þegar ættartengsl
réðu mestu um siðferðilega afstöðu og skyldu manna, og að við skerum okk-
ur að þessu leyti ffá öðrum þjóðum sem hafi breyst og glatað tengslum við
fortíð sína. Á íslandi hefur það lengi verið vinsælt að telja þjóðina varðveita
fortíðina betur en annað fólk, tala hreinni og upprunalegri tungu og skilja
betur samhengi sögunnar og mikilvægi hennar. Hví skyldum við þá ekki líka
vera upprunalegri og ómengaðari hvað varðar dyggðir og siðferði? í þessu
kann að leynast sannleikskorn og að minnsta kosti er líklegt að smæð þjóðar-
innar og einangrun ráði einhverju um þær áherslur sem birtast í könnun-
inni. Hitt verður hins vegar að telja ólíklegt að nokkur þjóð varðveiti dyggðir
sem ekki þjóna lengur hlutverki sínu því eins og Maclntyre bendir á og vísað
er til hér að ffaman er það megininntak dyggða að gera mönnum kleift að
fullnægja siðferðilegri skyldu sinni. Dyggðirnar hljóta því að endurspegla
þær aðstæður sem við búum við og það hvernig við tökumst á við þær.
Það er flóknara mál hvaða skilningi íslendingar skilja sjálfa sig og hvaða
mynd þeir vilja draga upp af þjóðinni fyrir sjálfa sig og aðra - hvaða dyggðir
þeir telja íslensku þjóðinni helst til tekna. í könnununum sem hér hefur ver-
ið fjallað um var leitast við að ná fram persónulegri afstöðu hvers og eins,
þótt auðvitað sé varhugavert að alhæfa um það hvort slíkt sé hægt í skoðana-
könnunum eða að hvaða marki. í könnun sem var kynnt við Háskólann á
Akureyri vorið 2000 voru viðmælendur hins vegar beðnir um að telja til það
sem þeir teldu vera helstu kosti og galla þjóðarinnar - að skýra frá skoðun
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
15