Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 20
ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR ar þeim gömlu. Nýju dyggðirnar mynda eins og þær gömlu gerðu góðan skjöld heilbrigðum mönnum gegn óhamingju lífsins. Nýi dyggðakransinn er ekki nýr og firrtur, heldur gamall og hefur aðlagast nútímanum furðu vel! Dyggðir eru bæði í heimspekilegum og trúarlegum skilningi eiginleikar sem menn hafa trúað að hægt væri að tileinka sér og jafnvel rækta, og efla þar með vellíðunarþátt lífsins á varanlegan hátt. Þetta á jafnt við um fornu dyggðirnar sjö: visku, hugrekki, hófstillingu, réttlæti, trú, von, kcerleika og nú- tímadyggðirnar sjö: hreinskilni, dugnað, heilsu, heiðarleika, jákvceðni, traust, vináttu/fjölskyldu. Mér sýnist ástundun samtímadyggða koma í veg fyrir vandræði á vegi lífsins og auka vellíðan. Tvær nýju dyggðanna eru trúarlegar eða tilfinningalegar, jákvæðnin og traustið, hinar tengjast atferli. Atferlis- dyggðirnar mynda öruggan ramma um lífið, veita heilbrigð skilyrði, koma í veg fyrir árekstra og veita því vellíðan, því er ekki hægt að neita þegar venju- legt samtímafólk á í hlut. Það er jú þessvegna sem þetta eru dyggðir! Já- kvæðni er aftur á móti í besta falli innstilling og traustið tilfinning sem við getum ákallað en ráðum ekkert við. Dyggðamódelið er því ídeal en engin trygging fyrir vellíðan. Sá sem það aðhyllist getur alveg eins verið ofurþægur með gerfibros og gulrót í munni, en angist í hjarta í stað trausts. Hinum hvíldarlausu illu, sem iðka dyggðir illa, líður sumum ekkert síður en þeim dyggðugu, þeir eru samviskulausir eða láta fornar syndir ekkert bögga sig. En það er huggun í heimi, þar sem helvíti heldur ekki lengur syndunum í skefjum, að dyggðir séu enn í háveg- um hafðar. Viðhorfin breytast ekki hraðar en mennirnir þola. Við rembumst flest við að vera dyggðug. Samt er hægt að vera heilmikið syndatröll innan ramma laganna. Við höfum lagalegt frelsi til að reita af okk- ur gamla dyggðakransinn og hefja hið ljúfa líf. Ha-ha! Eins og hver og einn þarf og þolir, þannig er það í reyndinni. En helvíti er ástand og þess vegna falla dyggðirnar aldrei úr gildi, fyrir viðkvæma sál er það helvíti að brjóta gegn viðteknum dyggðum samfélagsins. Dyggðir eru bundnar menningar- svæðum og breytast með tímunum, og það gerist ofurhægt. Sá sem gerir sér þetta ljóst á dyggðir sínar bara við lífið sjálft og inngróna aldagamla sektina, hann getur hafið frjálsan dans þriðja árþúsundsins og fer eins langt og hans líf þolir. Við berjumst við dyggðahugmyndir okkar forna samfélags, Japan- inn við sínar. Er ekki menningin stórkostleg? Ég hef stillt fornu og nýju dyggðunum upp sem tvenndum, hef sett þær saman sem ég tel skyldar, svo sem visku og hreinskilni, hugrekki og dugnað, hófsemi og heilsu, og svo frv. Þetta er leikur, eins og reyndar öll þessi ritsmíð mín, gjörið svo vel. Gallup býður upp á nýtt íslenskt dyggðamódel sem ég dýpkaði með því að stilla því saman við það forna, og eftir því getur hver og 18 www.malogmennmg.is TMM 2000:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.