Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 27
Haldit maður á keri
drekki þó að hófi mjöð.
Mæli þarft eða þegi.
Ókynnis þess
vár þig engi maður
að þú gangir snemma að sofa.
Gráðugur halur
nema geðs viti
etur sér aldurtrega,
oft fer hlægis,
er með horskum kemur,
manni heimskum magi.
Hávamdl
4 réttlæti
Varla er til sterkara dæmi um að persóna taki réttlætið í sínar hendur
en það þegar Guðrún Gjúkadóttir færir Atla konungi manni sínum
hjörtu ungra sona þeirra að tyggja. Geng ég of langt með því að kalla
þetta réttlæti? Þetta var hennar hefndarréttlæti og hennar fórn um
leið. Það er óralangt frá þessari útfærslu réttlætis yfir í það að bjóða
hina kinnina. Þar færði Kristur stríð milli manna frá vöðvum yfir á
sálræna planið. Sá sem ekki fær höggið til baka fær í staðinn sálar-
flækju og sekt. Núna er svo mikið um slíkt að varla sjást lengur
dýrslega heilbrigð slagsmál á sveitaböllum.
Kristnin bauð upp á trúarlegt réttlæti annars heims. Yfirlýsing
Ganglera um ójöfnuðinn í úthlutun örlaganornanna er miðað við
það afar jarðbundin og skynsöm eins og sumt í norrænunni.
„Sona hefr þinna,
sverða deilir,
hjörtu hrædreyrug
við hunang of tuggin;
melta knáttu, móðugr,
manna valbráðir,
eta at ölkrásum
ok ór öndugi at senda.“
Atlakviða
Þér hafið heyrt, að sagt var: „Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. “ En
ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái
einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.
Jesús, Matteus 5
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
25