Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 45
DYGÐIR ÍSLENDINGA kristilega hugrekki varð þolgæði og staðfesta í góðum verkum og sigur gegn freistingum og löstum, hin kristilega hófsemi varð það að stilla jarðneskum girndum sínum í hóf með hugleiðingu guðs orðs, hið kristilega réttlæti varð það að fara eftir og ffamfylgja kirkjurétti og landslögum. Það var einmitt í þessum kristilega búningi sem fslendingar þekktu dygðirnar, til dæmis úr dygðaspeglum eins og De virtutibus et vitiis, Um kostu og löstu, effir Eng- lendinginn Alkvin (730-804), sem fyrst var skólameistari við dómkirkju- skólann í York, en gerðist síðan handgenginn Karlamagnúsi Frankakonungi. Rit hans var þýtt á norrænu um 1200, en kaflar úr því voru notaðir sem við- aukar í yngri handritum Jónsbókar, sem var lögbók íslendingar eftir 1281. Kaflar úr öðrum dygðaspegli Konungs skuggsjá voru notaðir í sama skyni. Viðaukar þessir mótuðu væntanlega hugarfar lögmanna og dómara á íslandi fram yfir siðaskiptin.5 Þá hefur verið stiklað á stóru í upprifjun hinna sjö grísk-rómversku höf- uðdygða, en ekkert hefur ennþá verið minnst á hina fornu íslensku eða nor- rænu siðferðishefð frá því fyrir kristnitökuna á Alþingi árið 999 eða 1000. Hin forna norræna siðferðishefð er nefnilega ekki aðeins þekkt vegna áhersl- unnar á þjóðlegar menntir meðan baráttan fyrir pólitísku sjálfstæði stóð yfir seint á nítjándu og snemma á tuttugustu öld, hún varðveittist og viðhélst í kveðskap og sögum sem skrifaðar voru og lesnar samfellt á íslandi frá tólftu öld og fram á tuttugustu. Að mörgu leyti stendur þessi hefð íslendingum næst og hana þekkjum við gjarnan betur, jafnvel nú á dögum, en hinar kristnu kennisetningar. Heiðin íslensk siðfr æði og dygðir voru auðvitað ekki til í jafh þróaðri ffamsetningu sem heimspeki- og guðfræðikerfi kirkjunnar. En samt verður myndin af siðferðisviðhorfum Islendinga ekki heil nema teknar séu með hugmyndir um sóma og réttlæti sem geymdust hér með alþýðu manna, þrátt fyrir kristnina. Hávamál hafa löngum verið djúpur brunnur þekkingar á heiðnu siðferði. Ef reynt er að setja þau viðhorf sem þar er að finna fram á sama formi og grísk-rómversku dygðirnar, gæti listinn yfir fornar íslenskar dygðir litið svona út: Góð heilsa, glaðlyndi, hófsemi, viska, kurteisi, orðstír, skyldurækni, víðförli, hugrekki, gestrisniog vináttæ, en lestirn- ir svona: heimska, áhyggja, kvíði, áleitni, ámæli, græðgi, níska, ofdrykkja, ofmælgi og sviksemi.6 Það sem er aðlaðandi við þessar íslensku dygðir og lesti, í samanburði við kristnu höfuðdygðirnar, er hversu auðvelt það er að setja þær í samhengi við lífið og tilveruna. Tökum sem dæmi dygðina víðförli og löstinn heimsku. Fyrir mér hefur það lengi verið augljóst mál að mann- bætandi sé að ferðast víða og búa á fjarlægum stöðum, en aftur á móti geti það leitt til heimsku að fara aldrei að heiman. Um þetta má auðvitað deila, en hitt er víst að ólíkt kristnu dygðunum vísa þær heiðnu ekki í áttina frá hvers- dagslífinu og til undirbúnings fyrir annan heim, heldur beina þær manni í TMM 2000:2 www.malogmenning.is 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.