Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 47
DYGÐIR ÍSLENDINGA lengur til neins gagns og sögðu mönnum ekkert sem máli skipti. í þeim klass- ísku samfélögum sem Maclntyre benti á höfðu frásagnakvæði og sögur það hlutverk að byggja upp siðferði meðal fólks. Boð og bönn höfðu þar aðeins merkingu væru þau skilin í samhengi við atburðarás sögunnar og stöðu söguhetjunnar innan samfélags síns, en þessir hlutir mynda rammann utan um athafnir söguhetjunnar. Maclntyre benti til dæmis á að íslenska orðið „skyldur“ gæti vísað bæði til ættartengsla og siðferðisskyldu. Einstaklingar í samfélaginu hafa ólíkar skyldur og skyldur þeirra geta breyst og fara eftir að- stæðum. Höfðingjar og alþýðumenn hafa ólíkar skyldur. Aldur, kynferði, starf, virðing, vinátta, fjöldskylda, allt skiptir þetta máli bæði þegar ákvarða skal hvað skuli gera og einnig þegar dæmt er um gjörðir manna. Sjálfsskiln- ingur mannsins í slíku samfélagi er mótaður af hlutverki hans innan þess, frekar en af honum sjálfum í einangrun. Það er því í samfélaginu og í þeim sögum sem við segjum hvert öðru sem siðferðis og dygða er að leita, en ekki í fullmótuðum afstrakt kenningakerfiim. Höfum þetta í huga og lítum aðeins nær okkur á íslendinga og hugmyndir þeirra um dygðirnar. Hverjar eru þær dygðir sem nútíma íslendingum eru efstar í huga og hvernig tengjast þær þeim siðferðishefðum sem að ofan eru raktar? Ef marka má Gallup-könnunina sem gerð var fyrir art.is vegna kristnihátíðar á Þing- völlum í júlí árið 2000 eru núverandi dygðir íslendinga eftirfarandi: heiðarleiki, fjölskyldu- og vináttubönd, hreinskilni, heilsa, jákvœðni, traust og dugnaður, nokkurn veginn í þessari röð. Áherslan, einkum á heilsuna, fjöl- skyldu- og vináttubönd, og ef til vill einnig á j ákvæðni, virðist ver a forn arfur sem geymst hefúr í kvæða- og sagnahefð íslendinga.8 Skyldleikinn við fornar dygðir Hávamála bendir til þess að Islendingar séu ennþá að segja sjálfum sér sögur til þess að viðhalda ævagömlu siðferði sínu. Víst er að minnsta kosti að hér er ekki um neinn kanón eða fyrirffam ákveðinn lista dygða að ræða. Orð- in sjálf, sem talin eru upp að ofan, voru ekki gefin upp af Gallup, heldur voru þau tilgreind af þeim sem spurðir voru. En rétt er að skoða aðeins forsendur könnunar af þessu tagi. Eins og aðrar slíkar byggir þessi á tilviljanaúrtaki og síðan er alhæft út frá því um heildar- hópinn, sem í þessu tilviki er íslendingar allir. Úrtakið var 1200 einstaklingar af öllu landinu, frá 16 til 75 ára, en hringt var í þetta fólk frá september til nóvember á síðasta ári. Þótt markmið könnunarinnar hafi verið það að finna hverjar væru sjö helstu dygðir nútíma íslendinga eru það strangt til tekið hvorki dygðir, né dygðir íslendinga, sem fengust út úr könnuninni, heldur þeir eiginleikar sem einstakir íslendingar telja mikilsverðasta í sínu eigin fari og til dæmis þeirrar manneskju sem þeir bera mesta virðingu fyrir. Könnun- in gefur því nokkuð góða mynd af því sem íslendingar segja og halda um sjálfa sig sem einstaklinga, vini og fjölskyldumeðlimi. TMM 2000:2 www.malogmenning.is 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.