Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 48
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON En ef við viljum komast að því hverjar séu dygðir íslendinga sem slíkra, þá grípum við í tómt í öllum slíkum könnunum.9 Við getum ekki sagt að ofan- greindar sjö dygðir séu höfuðdygðir núlifandi íslendinga, því íslendingar eru ekki bara þau tæplega þrjú hundruð þúsund manns sem á íslandi búa, heldur hópur eða þjóð með ýmis sérkenni sem við deilum ekki með öðrum hópum eða þjóðum. Eins og við sáum af samanburði hinna „nýju“ Gallup-dygða við fornar dygðir Hávamála þá virðist vera eins konar sam- hengi í hugsun íslendinga um siðferði og dygðir. En það er einmitt þetta samhengi, sem rakið var til sagna- og kvæðaarfs landsmanna, sem bendir til að íslendingar hafi einhver sérkenni sem slíkir. Án þess að skilgreina það í smáatriðum með hvaða hætti íslendingar eru frábrugðnir öðrum sambæri- legum hópum, má þess vegna slá því föstu að þeir hafi einhver sérkenni. Það eru þessi sérkenni sem við fáum enga vitneskju um í könnunum af þessu tagi. Því þar er ekki spurt um viðhorf núlifandi íslendinga til dygða sinna sem hóps eða þjóðar, hvað þá heldur um það hvað íslendingum fannst í gegnum tíðina að væru dygðir sínar, eða hvað öðrum þjóðum fannst og finnst að séu dygðir okkar, og síðast en ekki síst hverjar hafi verið og séu ennþá dygðir Islendinga í raun. Þótt ég vilji á engan hátt stuðla að þjóðremb- ingi eða leggja lið hugmyndaffæði þjóðernisstefhunnar, finnst mér engu að síður of langt gengið að neita því að íslendingar hafi sérkenni sem aðskilja okkur að einhverju leyti frá öðrum þjóðum, og þá á ég ekki við ljóst hár og blá augu, sem ljóslega eru ekki íslensk þjóðareinkenni. í þessu sambandi er líka óþarfi að svara þeirri spurningu hvenær íslendingar urðu að þjóð, því með þjóð á ég ekki við allt það sem þjóðernissinnar eiga við með þessu hugtaki, heldur nota ég orðið í miklu lauslegri merkingu yfir hóp manna sem kenna sig til dæmis við ákveðið land og uppruna. Hugtakið þjóð er auðvitað miklu eldra en þjóðernisstefnan sjálf. I latneskum textum frá miðöldum er orðið gens, þjóð, notað um íslendinga. Auk þess, eins og við munum sjá hér að neð- an, kölluðu þrír latneskir höfundar frá elleftu og tólftu öld það fólk sem á þeim tíma bjó hér á landi íslendinga (Islandi eða Hislandi) og eignuðu því ákveðin sérkenni. Eins og áður sagði var í elstu dygðakenningu forngrískra heimpekinga einkum rætt um dygðir hópa eða stétta, þótt dregin hafi verið hliðstæða með ríkinu og einstaklingnum í allflókinni útlistun. Upphaflega hugmyndin um dygðina var afar einföld: allt á sitt hlutverk eða eiginverk, en dygð er að sinna þessu hlutverki vel. Spurningin um dygðir íslendinga fjallar því, samkvæmt hinni upphaflegu skilgreiningu á dygðinni, um hvort íslendingar eigi sér og hafi í gegnum tíðina átt sér eitthvert hlutverk eða eiginverk, sem þeir sinni einir eða sinni af meiri dugnaði en aðrir, aðrir hópar manna, aðrar þjóðir. Ef svara á þessari spurningu þarf því að skoða söguna, því ef slíkar dygðir fyrir- 46 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.