Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 60
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON útgáfur á Völuspá og Hávamálum með latneskum þýðingum, sem Peder Hansen Resen annaðist árið 1665. Ole Worm virðist hafa átt ffumkvæðið að þessum útgáfum, að beiðni ff ansks sendiherra til Kaupmannahafnar, Isak de la Peyrére, sem skrifaði bók um f sland, Relation de l’Islande, sem fyrst var gef- in út 1663 og var eitt helsta ritverk um landið á sautjándu öld.28 Einnig komu við sögu þessarar útgáfú bókasafnarinn Gabriel Naudé sem var útsendari Maxarin kardinála. Kardinálinn var svo áhugasamur um norrænar bók- menntir að hann vildi fá íslending til þess að vinna í bókasafni sínu í París. Ole Worm mælti með Stefáni Ólafssyni en að ráði Brynjólfs Sveinssonar biskups hafnaði Stefán boðinu. Þótt ekki sé vitað um ástæðuna, þá má geta sér til að hinum lúterska biskupi hafi ekki geðjast að skjólstæðingur sinn þjónaði kaþólskum kardinála. Rit la Peyrére um ísland, sem hafði að geyma talsverðar upplýsingar um norræna goðafræði og íslenskar sögur, komst áreiðanlega í hendur ffanska fræðimannsins og biskupsins Pierre Daniel Huet (1630-1721), sem ffægastur er fyrir að rita fyrsta fræðiritið um skáld- söguna, Traité de l’origine des romans, sem út kom í París 1678. Huet, sem var lærður í klassískum bókmenntum, sýnir sagnfræði íslenskra bókmennta ekki mikla tiltrú, en leggur hins vegar þeim mun meira upp úr skáldskap þeirra, og setur fyrstur manna ffam þá hugmynd að íslenskar sögur, líkt og franskar, þýskar og enskar, séu ekki sagnfræðiverk - til þess blandi þær of frjálslega saman sannleika og lygi - heldur skáldsögur sem eigi uppruna hvergi annars staðar en með þeim þjóðum sem þær skrifuðu. Einnig tóku fyrstu íslensk-latnesku orðabækurnar að koma út á sama tíma. Specitnen Lexici Runici, eða Drög að orðabók rúnamálsins, eftir Magn- ús Ólafsson, var prentuð í Kaupmannahöfn árið 1650, og Lexicon Islandicum effir Guðmund Andrésson var prentuð í sömu borg árið 1683. Einnig skrif- aði Runólfur Jónsson ritgerð um málffæði, Lingvæ Septentrionalis Elementa, eða Undirstöðuatriði norrænu, til þess að sanna að íslenskan væri móður- tunga Norðurlanda og rúnirnar elsta stafróf norrænna manna. Hann skrif- aði einnig fyrstu íslensku málfræðina sem stóð undir nafni, Grammaticæ Islandicæ Rudimenta. Bæði ritin voru skrifuð á latínu og prentuð 1651. Mál- ffæði Runólfs Jónssonar var endurprentuð í Oxford árið 1688 og aftur árið 1703 og var hún eina fáanlega íslenska málfræðin þar til á nítjándu öld. Kenning Runólfs varð einnig að viðteknum sannleika hjá dönskum fræði- mönnum, þar á meðal Otto Sperling, sem árið 1694 gaf út í Kaupmannahöfn ritgerð um danska tungu, De Danicæ Linguæ & Nominis Antiqua Gloria & Prærogativa inter Septentrionales Commentariolus, eða Örstutt skýringarit um forna frægð og virðingu hinnar dönsku tungu og heitis meðal norrænna manna, þar sem hann heldur því fram að hin upprunalega danska tunga lifi nú aðeins í munni íslendinga, en að forfeður Dana, ef þeir heyrðu á tal landa 58 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.