Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 63
DYGÐIR ÍSLENDINGA eitthvað illt. Nefnd eru dæmi um lesti annarra þjóða en íslendinga: hégóma- skapur og óstöðuglyndi Frakka, dramb og óhreinar ástríður Spánverja og drykkjuskapur Þjóðverja. Þá víkur hann að löstum íslendinga, sem virðast nokkuð annars eðlis en hinna: „Fyrstur af löstum fslendinga er dramb og metorðagirnd. Lyschander segir í Antiqvitates Islandicæ að íslendingar séu drambsamir og ofmetnaðarfullir í hugarfari. Undirrót og tilefni þessa of- metnaðar sé ættarhroki, því að allir telji þeir sig komna af hinum göfugustu forfeðrum, sem sé norskum fylkiskonungum og stórhöfðingjum. Þess vegna tíðkast hjá þeim endalausar ættartölur, eins og sjálfur Arngrímur viður- kennir í Specimen Islandicum. Af því stafar líka að almúgamenn kunna sér ekkert hóf í að telja upp forfeður sína, og því er ekki furða að höfðingjar gangi upp í sama hégómaskap, enda komast sumir þeirra svo langt að þeir rekja ætt sína til sjálfs Óðins, hvort sem þeir telja hann sannsögulegan eða upploginn. Af sams konar drambi stafar fyrirlitning þeirra allt frá fornöld á nágranna- þjóðum, einkum Norðmönnum, sem þeir áttu mest skipti við, svo að þeir litu niður á þá eins og væru þeir miklu óæðri, að því er Lyschander segir. Af þessu leiddi taumlausa lifnaðarhætti, svo að þeir þoldu lengi engin yfirvöld, og eftir að þeir höfðu loksins neyðst til að ganga Noregskonungi á hönd lögðu þeir ekki niður frekju sína, að því er Lyschander segir, heldur hunsuðu hirðstjóra konungs, ráku þá stundum af sér eða jafnvel drápu þá. Sjálfir vóg- ust þeir á grimmilega fyrir lítilvægar sakir, svo að vart verður um það lesið að í svo afskekktu og fámennu landi hafi nokkursstaðar á svo fáum árum verið ffamin jafnmörg manndráp annaðhvort í uppreisnum eða í innanlands- óff iði.“ Aðrir lestir íslendinga samkvæmt þessu latneska riti ffá níunda ára- tug sautjándu aldar eru óhóf og eyðslusemi í veislum, hjátrú margvísleg og galdrar. Allt er þetta einnig stutt dæmum og sett fram á hinn skilmerkilegasta hátt. Nú er heimildin sem Resen notaði um dramb og ofmetnað íslendinga, Antiqvitates Islandicœ eftir Claus Christoffersen Lyschander (1558-1624), með öllu glötuð, enda var hún aldrei prentuð. Loksins snýr Resen sér að dygðum íslendinga, en þær eru alls níu: þolgæði (gagnvart erfiði og kulda), gestrisni, nægjusemi, iðni (eða dugnaður), nám- girni eða bóklegþekking („Hún er svo mikil að allir, jafnvel sveitamenn, læra að lesa, sumir einnig að skrifa“), bindindissemi, sannsögli og hreinskilni, og loks guðhrœðsla. Þótt hér sé „námgirni og bókleg þekking“ aðeins sjöunda dygðin af níu, þá segir það ekki svo mikið vegna þess að þar er vísað til annars kafla um íþróttir eða listir íslendinga: „En þeir iðka einnig bóklegar og fræði- legar íþróttir. Enda þótt þeir búi í ysta afkima veraldar eru andlegir hæfileik- ar þeirra ekki svo sljóvir að þeir fáist ekki einnig við ffjálsmannlegar listir. En gróðrarstíur þeirra, skóla, segja bækur að fyrstur hafi stofnað á landinu Sæ- mundur nokkur, sem kom heim frá Köln kringum 1075, þar sem hann hafði TMM 2000:2 www.malogmenning.is 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.