Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 64
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON stundað nám. Þeim hafði hnignað á síðustu öld þegar Kristján konungur III, sællar minningar, endurreisti þá og lagði þeim tekjur. En áður hafði hver kennt öðrum heima hjá sér, svo að varla var nokkur bóndi ólæs á bækur. Og þessi áhugi á bóklegum fræðum var svo mikill að ísland eignaðist fræga menn af lærdómi og bókagerð.“37 Það sem íylgir á eftir er stutt ágrip ís- lenskrar bókmenntasögu þar sem upp eru taldir helstu lögfræðingar, guð- fræðingar, málfræðingar, fílólógar, sagnfr æðingar og skáld. Einnig er í ritinu löng upptalning á íslenskum bókartitlum og nokkur umfjöllun um íslensk- an skáldskap, þar sem meðal annars er sagt að hann sé ólíkur þeim suðræna og klassíska. Á nítjándu öld er vitnisburður ferðalanga til íslands allur á sömu lund. Eitt af því sem William Morris, sem þýddi og gaf út íslenskar sögur í samvinnu við Eirík Magnússon bókavörð í Cambridge, saknaði á sjálffi sögueyjunni var fornminjar. Hér var ekkert að finna nema landslag, en með jákvæðu hugarfari tókst honum að láta íslenskt landslag koma í stað kastalanna sem búast hefði mátt við af sögunum. Þá komu landsmenn útíendingum ennþá fyrir sjónir sem fáránlega hreyknir af fortíð sinni, sérstaklega þegar þeir héldu því ff am að þeir væru af konungakyni. Slíkur var áhugi þeirra á forfeðrum sínum og forn- bókmenntum að öll orka þeirra fór í að hugsa um sögur og forn ff æði, en hins vegar voru þeir ónýtir til verka í samanburði við vinnulýð nágrannalandanna, sérstaklega létu karlmennirnir konurnar vinna erfiðisverk án þess að lyfta hendi til þess að hjálpa þeim. „Þeir sem veltu stöðu íslands og íslendinga fýrir sér gátu ekki hætt að undrast hversu miklar andstæður væru milli andlegs þroska þjóðarinnar og þeirrar veraldlegu eymdar sem hvarvetna blasti við að þeirra mati. Vakti furðu margra hversu almenn menntun fólksins virtist vera. Eða hvar annars staðar var unnt að fyrirhitta sjómenn eða bændur sem ekki skildu orð þegar þeir voru ávarpaðir á ensku, en spurðu á móti á latínu hvort gesturinn væri mælandi á þá tungu. Svo vel þótti séð fyrir menntun fólks að yf- irleitt kynnu öll börn yfir átta ára aldri að lesa og skrifa og prestar bönnuðu jafhvel fólki sem ekki gæti lesið að ganga í hjónaband. Einnig væru flestir vel lesnir í bókmenntum og sögu eigin lands, auk þess sem margir væru vel að sér í klassískum fræðum og samtímabókmenntum nágrannalanda. Var það margra mat að væri litið til íslendinga sem heildar teldust þeir efalaust best menntaða þjóð heims.“38 Henry Holland kvaðst jafnvel hafa „heyrt latínu tal- aða á íslandi með cicerónskum glæsileika."39 Okkart starf í sex hundruð sumur Jónas Hallgrímsson misskildi viljandi hlutverk og dygðir íslendinga, þegar hann varpaði fram spurningunni stóru í kvæðinu íslandi um hvað hafi orðið 62 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.