Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 66
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON sjálfir með Guðbrand Þorláksson og Arngrím lærða í fararbroddi við hlut- verki latínukennara í eigin landi og voru innan skamms farnir að nota hinn alþjóðlega miðil latínuna til þess að breiða út íslenska þekkingu um sögu Norðurlanda og til þess að upphefja ímynd landsins í augum erlendra manna. Þannig er sú mikla ættfræðiendurreisn, sem tilkoma gagnagrunns- ins á íslandi hefur gert mögulega, ekkert nýtt í sjálfu sér, heldur aðeins ný að- ferð fýrir íslendinga til þess að rækja sitt gamla hlutverk í heiminum og rækja sínar gömlu dygðir. Einungis þarf að víkka út hinn þrönga rómantíska skiln- ing á fyrirbærinu, til þess að samhengið í íslenskum bókmenntum verði full- ljóst. Bókmenntir eru bóklegar menntir, þar með talin spjaldskráin, seðla- safnið og annað slíkt, sem nú hefur verið leyst af hólmi með gagnagrunnin- um og vélrænum venslatextum. Fátt bendir til að íslendingar séu orðnir áhugalausir um hlutverk sitt, ef dæma má af hinu kostulega máli tveggja net- fyrirtækja sem nú er rekið fýrir dómstólunum um hver eigi höfundarréttinn að íslenskum mann- og ættfræðiupplýsingum. Keppnin stendur milli „fslendingabókar“ og „íslandsvefsins“, en síðarnefnda fyrirtækið hyggst nýta sér möguleika netsins og tengja myndefni við sögu- og ættfræði. Þegar þessi vefur verður fullgerður eiga notendurnir ekki aðeins að geta rakið ættir sínar vélrænt, heldur verður boðið uppá ljósmyndir af ættmennunum, bæj- um forfeðranna, og landslaginu sem fóstraði fólkið. Einnig mun verða hægt að rekja sig áfr am fr á bæjum á íslandskortinu að fólkinu sem þar hefur búið. Skráningarárátta íslendinga, sem stundum er kannski erfitt að líta á sem dygð, en verður þó að teljast sem slík þegar á heildina er litið, veldur því að íslendingar hafa meiri heildarsýn yfir sjálfa sig og sögu sína en flestar aðrar þjóðir. Ég ímynda mér að það fylgi því einhver sérstakur og nákvæmari sjálfsskilningur, hvort heldur er til góðs eða ills, að vera íslendingur. En íslendingar ganga stundum svo nærri sér í þessari upplýsingasöfhun um sjálfa sig að menn hafa miklar áhyggjur af því erlendis að hér á landi sé verið að grafa undan persónuvernd og að við séum að verða sjálfum okkur til skaða með ákafri notkun tölvutækninnar. Hvergi eiga menn til dæmis jafn greiðan aðgang sem hér á landi að persónuupplýsingum eins og kennitölum (en íslenskar kennitölur gefa einnig upp fæðingardag og ár sem ekki er raun- in alls staðar annars staðar á Vesturlöndum) heimilisföngum, símanúmer- um og hvers kyns upplýsingum hver um annan. Hin nýja tækni, sem komið hefur fram á allra síðustu áratugum, gerir söfnun og meðhöndlun upplýsinga miklu auðveldari en áður. Það er því að sumu leyti eins og að gefa drykkjusjúklingi brennivín að flytja inn tölvur og forrit til íslands til þess að smíða gagnagrunna, sem auðvelda mjög alla skrásetningarvinnu. Ekki ætla ég að orðlengja um Kára Stefánsson lækni og fyrirtækið hans ameríska deCODE genetics, Inc., sem fyrir nokkrum vikum síðan var talið 64 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.