Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 73
3 hófstilling
20. aldar íslendingurinn var ekkert gefinn fyrir hófstillingu. Hann
hafði fengið nóg af hófi og sparsemi á hinum hungruðu öldum. En á
öldinni kom fram ný boðun, allsherjar hófstilling heilsunnar vegna.
Á fyrri hluta aldarinnar naut hófstilling gegn áfengisnautn mikils
fylgis, á síðari hluta aldarinnar var ráðist á tóbakið og eiturlyfin og
svo á æ fleiri svið matnautna. En blessað kynlífið, það varð hollt á
þessari öld, sjálfsfróunin líka þótt hún væri afar feimin eins og kyn-
lífið allt eftir þær aldir sem talað höfðu gegn því. Nú þarf bara að gæta
öryggis vegna smitunarhættu. Undir lok aldarinnar kom á markað
kynlyfið viagra, svo ný vídd ónáttúrlegs óhófs opnaðist og um leið
bárust fréttir frá Ameríku um að hóflaust kynlíf væri fíkn. Nú fer fólk
á námskeið til þess að stilla það óhóf niður eins og annað.
Niðurstaðan er sú að hófið sé komið á aftur á öllum sviðum eftir
stutta frjálsa neyslu nýríka íslendingsins. Hófsemi er orðin dyggð á
nýjum forsemdum, ekki vegna skírlífisins og fátæktar samfélagsins,
heldur vegna heilsunnar.
4 réttlæti
Laxness minnir okkur á viðvarandi skort á réttlæti í heiminum.
Steinn Steinarr á stríðsrekstur aldarinnar í nafni misgóðra hugsjóna.
Vanþóknun heimspressunnar og hjálparstarf lofa að koma réttlæti á
hægt og sígandi, en það mun víst aldrei ná til örlaganornanna.
Af hverju eiga þeir aldrei neitt sem vinna?
Halldór Laxness: Atómstöðin. Orð Uglu, 2. kap.
Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi.
Steinn Steinarr: Don Quijóte dvarpar vindmyllumar
5 trú
Finna má dæmi um einlæga trú á 20. öld eins og öllum öldum. En
aumt er að sjá dæmi um að tilfinningin fyrir synd lifi góðu lífi en
trúna á fyrirgefningu skorti. Þetta ástand er dæmigert fyrir það rof
sem varð á 20. öld í trúarlífi fólks. Laxness minnir á hina sérstöku ís-
lensku guðsímynd, sem gerir svo stóran hluta þjóðarinnar trúaðan,
þó ekki á kirkjulega vísu.
Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttir um skiparadíóið ýjar að lifandi guðs-
ímynd, þótt við sem lærðum bænir sem böm séum laus undan til-
kynningaskyldunni.
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
71