Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 73
3 hófstilling 20. aldar íslendingurinn var ekkert gefinn fyrir hófstillingu. Hann hafði fengið nóg af hófi og sparsemi á hinum hungruðu öldum. En á öldinni kom fram ný boðun, allsherjar hófstilling heilsunnar vegna. Á fyrri hluta aldarinnar naut hófstilling gegn áfengisnautn mikils fylgis, á síðari hluta aldarinnar var ráðist á tóbakið og eiturlyfin og svo á æ fleiri svið matnautna. En blessað kynlífið, það varð hollt á þessari öld, sjálfsfróunin líka þótt hún væri afar feimin eins og kyn- lífið allt eftir þær aldir sem talað höfðu gegn því. Nú þarf bara að gæta öryggis vegna smitunarhættu. Undir lok aldarinnar kom á markað kynlyfið viagra, svo ný vídd ónáttúrlegs óhófs opnaðist og um leið bárust fréttir frá Ameríku um að hóflaust kynlíf væri fíkn. Nú fer fólk á námskeið til þess að stilla það óhóf niður eins og annað. Niðurstaðan er sú að hófið sé komið á aftur á öllum sviðum eftir stutta frjálsa neyslu nýríka íslendingsins. Hófsemi er orðin dyggð á nýjum forsemdum, ekki vegna skírlífisins og fátæktar samfélagsins, heldur vegna heilsunnar. 4 réttlæti Laxness minnir okkur á viðvarandi skort á réttlæti í heiminum. Steinn Steinarr á stríðsrekstur aldarinnar í nafni misgóðra hugsjóna. Vanþóknun heimspressunnar og hjálparstarf lofa að koma réttlæti á hægt og sígandi, en það mun víst aldrei ná til örlaganornanna. Af hverju eiga þeir aldrei neitt sem vinna? Halldór Laxness: Atómstöðin. Orð Uglu, 2. kap. Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi. Steinn Steinarr: Don Quijóte dvarpar vindmyllumar 5 trú Finna má dæmi um einlæga trú á 20. öld eins og öllum öldum. En aumt er að sjá dæmi um að tilfinningin fyrir synd lifi góðu lífi en trúna á fyrirgefningu skorti. Þetta ástand er dæmigert fyrir það rof sem varð á 20. öld í trúarlífi fólks. Laxness minnir á hina sérstöku ís- lensku guðsímynd, sem gerir svo stóran hluta þjóðarinnar trúaðan, þó ekki á kirkjulega vísu. Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttir um skiparadíóið ýjar að lifandi guðs- ímynd, þótt við sem lærðum bænir sem böm séum laus undan til- kynningaskyldunni. TMM 2000:2 www.malogmenning.is 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.